Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 14:28 Málið er til meðferðar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. vísir/vilhelm Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar. Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar.
Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira