DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:10 Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við fyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stjórnar, sem fjárfestir. Vísir/Getty Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar.
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira