Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 12:01 Luis Diaz og Christian Eriksen hafa báðir komið frábærlega inn hjá sínum félögum eftir að þeir komu í janúarglugganum. Getty/Eric Alonso Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar. ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira