Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 12:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að verðbólga komist í tveggja stafa tölu. Hins vegar ættu sameiginlegar aðgerðir bankans, ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og verslunar og þjónustu að geta haldið aftur af verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28