Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 13:31 Einar Þorsteinn Ólafsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. vísir/hulda margrét Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar. Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar. Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar.
Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira