Aukin samvinna við frjáls félög skilar öflugra frístundastarfi Almar Guðmundsson og Stella Stefánsdóttir skrifa 6. maí 2022 12:01 Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Stella Stefánsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf á þátttöku okkar allra að halda í einni eða annarri mynd og það hefur sýnt sig að fólk sem tekur þátt í frjálsu félagastarfi er líklegt til að vera virkari þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu á öllum sviðum og öflugir liðsmenn á vinnustöðum. Ávinningurinn af því að virkja frjáls félagasamtök er því mikill fyrir samfélagið í heild. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ enda höfum við sett stefnuna á að efla (félagslega) virkni íbúa og heilsueflandi samfélag. Spurning um að tala um virkni líka. Þ.e. félagslega virkni íbúa. Þó að við hugsum það sem hluta af heilseflandi samfélagi er ég ekki viss um að fólk sé almennt „læst“ á það samhengi. Mikil uppbygging aðstöðu skapar tækifæri Opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri er nú fagnað og sætir tíðindum enda húsið stórglæsilegt og mun þjóna mörgum vel til langs tíma. Samhliða hefur íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum verið endurbætt Áætlað er að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Við leggjum á áherslu á fjölbreytt frístundastarf og styðjum við frekari nýtingu íþróttamannvirkja til að efla félagslega virkni fólks á öllum aldri. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Virkjum kraft frjálsra félaga Ungmennafélög, golfklúbbar, hestamannafélög, siglingaklúbbar, skátahreyfingin, félög eldri borgara og fjöldi góðgerðafélaga eins og Rotary og Oddfellow eru góð dæmi um þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta enda skilar það sér margfalt til baka. Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Þá viljum við að Garðabær þrói meiri stuðning fyrir félögin þegar kemur að frístundastarfi barna á sumrin þannig að þjónustuúrvalið breikki og styrkist enn frekar. Það er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi að horfa til að áhugasvið barna eru mjög mismunandi og það er þeim nauðsynlegt að upplifa fjölbreytta dagskrá. Við viljum umbuna félögunum sérstaklega fyrir þróun og nýsköpun í þessu starfi. Við höfum þá bjargföstu trú að krafturinn í frjálsu félögunum sé líkegri til árangurs á þessu sviði, í stað þess að sveitarfélagið sjálft sjái um þjónustuna. Það er hins vegar hlutverk þess að styðja vel við hana m.a. til þess að mæti þörfum fjölskyldna yfir sumartímann. Enn frekari samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins er lykillinn að enn betra samfélagi. Það er gott fyrir Garðabæ. Almar Guðmundsson er bæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri. Stella Stefánsdóttir er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptafræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun