Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 18:00 Læknirinn hafði starfað í tvær vikur á Heilsugæslunni á Húsavík. Hann lauk störfum í dag. Vísir/Vilhelm Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“ Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08
Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28