Hönnuðurinn sér engan tilgang með breytingunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2022 08:02 Þröstur Magnússon á að baki langan feril sem grafískur hönnuður. Auk gamla Olís-merkisins hannaði hann til dæmis merki Seðlabanka Íslands, sem einnig er að finna á allri mynt sem nú er notuð, og merki Alþingis. vísir/arnar Þröstur Magnússon grafískur hönnuður, sem hannaði merki Olís fyrir nær hálfri öld, kveðst ekki sjá tilganginn með því að skipta merkinu út fyrir nýtt líkt og nú er verið að gera. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja,“ segir þessi afkastamikli hönnuður, sem skapað hefur fleiri merki sem Íslendingar ættu flestir að kannast við. Fjallað var um nýtt vörumerki Olís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hér fyrir neðan má sjá samanburð á gamla og nýja merkinu. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna á Olís-merkinu í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ sagði Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís um nýja merkið í kvöldfréttum. En hvað segir sagan? Fréttastofa gerði sér ferð í Vesturbæ Reykjavíkur og heimsótti þar Þröst Magnússon grafískan hönnuð, manninn sem hannaði gamla Olís-merkið fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Hann rekur ekki minni til þess hvenær nákvæmlega hann hannaði merkið, það hafi þó verið einhvern tímann í kringum 1976. „Þó þetta sé einfalt þá er þetta ekkert hrist fram úr erminni. Það voru óteljandi tillögur gerðar og lagt fyrir marga fundi hjá Olíufélaginu. Svo smám saman varð þetta svona hámarkseinföldun á merkið, sem átti samt að minna á gamla BP-merkið að einhverju leyti. Gamla BP-merkið er náttúrulega ákaflega einfalt, það eru bara tveir stafir á grænum fleti. Og það er það sama með þetta. Þetta er eiginlega útgangspunkturinn,“ segir Þröstur. Rætt var við Þröst í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. „Ég get ekkert farið að skipta mér af því“ Hann telur að þrátt fyrir upphrópanir á netinu muni fólk almennt ekki sjá mikinn mun á gamla og nýja merkinu. En ráða má af orðum hans að hefði hann fengið að ráða hefði ekki endilega verið ráðist í andlitslyftingu hjá Olís. „Eftir því sem mér skildist, ég auðvitað veit ekki alla hluti um þessa fyrirhuguðu breytingu, þá var þetta hannað til þess að væri þægilegra að eiga við alls konar grafískar útfærslur. Svipað eins og við sjáum með Bónus-grísinn, nýja merkið, það er hægt að „anímera“ hann og láta hann gera hitt og þetta,“ segir Þröstur (og skýtur því raunar að fréttamanni að honum hafi þótt yfirhalningin á Bónusgrísnum ágætlega heppnuð). „En mér sýndist nú að væri alveg hægt að gera það með gamla merkinu, þannig að ég sá ekki tilganginn. En auðvitað verða þeir að ráða þessu sem þarna eru í stjórn. Ég get ekkert farið að skipta mér af því. Það er hins vegar alþekkt að merkjum er breytt, til dæmis merki olíufélaganna BP og Shell. Þau hafa breyst mikið frá stofnun og má nefna óteljandi önnur dæmi. En til þess að breytingin eigi rétt á sér verður hún að gera eitthvert gagn og það getur verið að sé eitthvað sem ég þekki ekki sem mælir með breytingunni,“ segir Þröstur. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja. Ég sé engan tilgang í því.“ „Eins og Olís-merkið, það þarf að sjást úr mikilli fjarlægð þannig að maður sem er á keyrslu glöggvi sig fljótt á því að þarna er sjoppa eða bensínstöð,“ segir Þröstur og sýnir hér hvernig merkið tekur sig út smækkað í gegnum linsu. „Og það er eins með frímerkið. Frímerkið er bara míníatúr, örlítið. Vandamálið við þessar litlu myndir var að það þurfti að ýkja öll smáatriði þannig að þau skiluðu sér.“ Með síðustu vörumerkjunum á ferlinum Þröstur er fæddur 1943 og á að baki langan feril sem grafískur hönnuður. Hann stofnaði auglýsingastofu árið 1967, þá 24 ára, og hafði unnið með skóla árin fimm á undan. Í seinni tíð einbeitti Þröstur sér einna helst að hönnun frímerkja og var ansi afkastamikill í þeim geira. „Þetta var orðinn gríðarlegur fjöldi fyrir rest, á þriðja hundrað ef ég man rétt.“ „Og svo er ég í auglýsingateikningu og -gerð í nokkur ár. En Olís-merkið er nú með þeim síðustu sem ég hef gert í sambandi við hreina auglýsingagerð. Síðan þegar ég fór að vinna meira fyrir Seðlabankann og Póst og síma og í sambandi við bækur þá hef ég ekki unnið mikið í auglýsingum. Eiginlega eingöngu í annars konar verkefnum.“ Kanntu kannski betur við þig þar? „Það er meira gefandi að mörgu leyti, nú er ég ekki að tala niður til auglýsinganna. En þær hafa sín takmörk því þetta er náttúrulega fyrst og fremst tæki til að selja. Og það má ekkert líta fram hjá því, þó að mann langi til að gera eitthvað skemmtilegt þá þarf maður að vera sannfærður um það, að það sé eitthvað gagn af þessu fyrir kúnnann til að selja sína vöru. Hann er að borga fyrir það. Og þó að frímerki og mynd séu söluvara líka þá gilda svolítið önnur lögmál, það er meira í ætt við myndlist.“ Sköpunarverkið alltaf í sjónvarpinu Olís-merkið er alls ekki það eina sem landsmenn kannast við úr smiðju Þrastar. Á meðal annarra verka hans eru merki Alþingis og Seðlabanka Íslands. Hið síðarnefnda má jafnframt finna á annarri hlið allrar myntar sem notuð er í dag. Og Þröstur hugsar hlýtt til merkisins. „Á meðan maður var að vinna í gamla daga þá var uppáhalds merkið bara það síðasta sem maður vann, þangað til eitthvað annað kom í ljós. Ég setti reyndar ansi mikla vinnu í Seðlabankamerkið. Þetta var samkeppni á sínum tíma um bakhlið á mynt. Tilgangurinn var bara að einfalda skjaldamerkið. Mér fannst alltaf vænt um þetta merki,“ segir Þröstur. „Og þetta er alltaf í sjónvarpinu. Nánast alltaf þegar er minnst á Seðlabankann kemur mynd af merkinu. Og það er ansi oft talað um Seðlabankann. Og ég held að bankinn vilji nú halda í þetta óbreytt.“ Auglýsinga- og markaðsmál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. 5. maí 2022 19:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Fjallað var um nýtt vörumerki Olís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hér fyrir neðan má sjá samanburð á gamla og nýja merkinu. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna á Olís-merkinu í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ sagði Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís um nýja merkið í kvöldfréttum. En hvað segir sagan? Fréttastofa gerði sér ferð í Vesturbæ Reykjavíkur og heimsótti þar Þröst Magnússon grafískan hönnuð, manninn sem hannaði gamla Olís-merkið fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Hann rekur ekki minni til þess hvenær nákvæmlega hann hannaði merkið, það hafi þó verið einhvern tímann í kringum 1976. „Þó þetta sé einfalt þá er þetta ekkert hrist fram úr erminni. Það voru óteljandi tillögur gerðar og lagt fyrir marga fundi hjá Olíufélaginu. Svo smám saman varð þetta svona hámarkseinföldun á merkið, sem átti samt að minna á gamla BP-merkið að einhverju leyti. Gamla BP-merkið er náttúrulega ákaflega einfalt, það eru bara tveir stafir á grænum fleti. Og það er það sama með þetta. Þetta er eiginlega útgangspunkturinn,“ segir Þröstur. Rætt var við Þröst í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. „Ég get ekkert farið að skipta mér af því“ Hann telur að þrátt fyrir upphrópanir á netinu muni fólk almennt ekki sjá mikinn mun á gamla og nýja merkinu. En ráða má af orðum hans að hefði hann fengið að ráða hefði ekki endilega verið ráðist í andlitslyftingu hjá Olís. „Eftir því sem mér skildist, ég auðvitað veit ekki alla hluti um þessa fyrirhuguðu breytingu, þá var þetta hannað til þess að væri þægilegra að eiga við alls konar grafískar útfærslur. Svipað eins og við sjáum með Bónus-grísinn, nýja merkið, það er hægt að „anímera“ hann og láta hann gera hitt og þetta,“ segir Þröstur (og skýtur því raunar að fréttamanni að honum hafi þótt yfirhalningin á Bónusgrísnum ágætlega heppnuð). „En mér sýndist nú að væri alveg hægt að gera það með gamla merkinu, þannig að ég sá ekki tilganginn. En auðvitað verða þeir að ráða þessu sem þarna eru í stjórn. Ég get ekkert farið að skipta mér af því. Það er hins vegar alþekkt að merkjum er breytt, til dæmis merki olíufélaganna BP og Shell. Þau hafa breyst mikið frá stofnun og má nefna óteljandi önnur dæmi. En til þess að breytingin eigi rétt á sér verður hún að gera eitthvert gagn og það getur verið að sé eitthvað sem ég þekki ekki sem mælir með breytingunni,“ segir Þröstur. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja. Ég sé engan tilgang í því.“ „Eins og Olís-merkið, það þarf að sjást úr mikilli fjarlægð þannig að maður sem er á keyrslu glöggvi sig fljótt á því að þarna er sjoppa eða bensínstöð,“ segir Þröstur og sýnir hér hvernig merkið tekur sig út smækkað í gegnum linsu. „Og það er eins með frímerkið. Frímerkið er bara míníatúr, örlítið. Vandamálið við þessar litlu myndir var að það þurfti að ýkja öll smáatriði þannig að þau skiluðu sér.“ Með síðustu vörumerkjunum á ferlinum Þröstur er fæddur 1943 og á að baki langan feril sem grafískur hönnuður. Hann stofnaði auglýsingastofu árið 1967, þá 24 ára, og hafði unnið með skóla árin fimm á undan. Í seinni tíð einbeitti Þröstur sér einna helst að hönnun frímerkja og var ansi afkastamikill í þeim geira. „Þetta var orðinn gríðarlegur fjöldi fyrir rest, á þriðja hundrað ef ég man rétt.“ „Og svo er ég í auglýsingateikningu og -gerð í nokkur ár. En Olís-merkið er nú með þeim síðustu sem ég hef gert í sambandi við hreina auglýsingagerð. Síðan þegar ég fór að vinna meira fyrir Seðlabankann og Póst og síma og í sambandi við bækur þá hef ég ekki unnið mikið í auglýsingum. Eiginlega eingöngu í annars konar verkefnum.“ Kanntu kannski betur við þig þar? „Það er meira gefandi að mörgu leyti, nú er ég ekki að tala niður til auglýsinganna. En þær hafa sín takmörk því þetta er náttúrulega fyrst og fremst tæki til að selja. Og það má ekkert líta fram hjá því, þó að mann langi til að gera eitthvað skemmtilegt þá þarf maður að vera sannfærður um það, að það sé eitthvað gagn af þessu fyrir kúnnann til að selja sína vöru. Hann er að borga fyrir það. Og þó að frímerki og mynd séu söluvara líka þá gilda svolítið önnur lögmál, það er meira í ætt við myndlist.“ Sköpunarverkið alltaf í sjónvarpinu Olís-merkið er alls ekki það eina sem landsmenn kannast við úr smiðju Þrastar. Á meðal annarra verka hans eru merki Alþingis og Seðlabanka Íslands. Hið síðarnefnda má jafnframt finna á annarri hlið allrar myntar sem notuð er í dag. Og Þröstur hugsar hlýtt til merkisins. „Á meðan maður var að vinna í gamla daga þá var uppáhalds merkið bara það síðasta sem maður vann, þangað til eitthvað annað kom í ljós. Ég setti reyndar ansi mikla vinnu í Seðlabankamerkið. Þetta var samkeppni á sínum tíma um bakhlið á mynt. Tilgangurinn var bara að einfalda skjaldamerkið. Mér fannst alltaf vænt um þetta merki,“ segir Þröstur. „Og þetta er alltaf í sjónvarpinu. Nánast alltaf þegar er minnst á Seðlabankann kemur mynd af merkinu. Og það er ansi oft talað um Seðlabankann. Og ég held að bankinn vilji nú halda í þetta óbreytt.“
Auglýsinga- og markaðsmál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. 5. maí 2022 19:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. 5. maí 2022 19:31