Vilja að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 22:00 Hulda er ein þeirra foreldra sem vill fá möguleika á að vera lengur heima með börnin eftir fæðingarorlof. Bylgjan Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag. Hulda Margrét Brynjarsdóttir skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi þar sem hún kallar eftir því að foreldrar, sem það vilja, fái greitt fyrir að vera með börnin sín heima en ekki á leikskóla. Hulda og maðurinn hennar fluttu til Noregs stuttu eftir að yngri dóttir þeirra fæddist í það sem hún segir barnvænna samfélag. Í byrjun árs 2021 stofnuðu þau og fleiri svipað þenkjandi foreldrar samtökin Fyrstu fimm. „Það sem við köllum eftir í Fyrstu fimm er að foreldrar hafi val. Það fór svo þegar við eignuðumst seinni dóttur okkar að þá fluttum við til Noregs og sáum tækifæri til að vera lengur heima með barnið af því að frá tólf til tuttugu og fjögurra mánaða þá er greiddur styrkur heim,“ segir Hulda sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þessi styrkur var enginn 35 þúsund kall eins og til dæmis Hvalfjarðarsveit er með í heimgreiðslur heldur voru þetta góðar 100 þúsund krónur íslenskar og við gátum bæði unnið með,“ segir Hulda. Þúsundir foreldra vilji möguleikann á að vera heima með börnin Hún segir að þrátt fyrir styrkinn var heimild fyrir því að annað foreldrið ynni fullt starf og hitt væri í hlutastarfi. Hann hafi ekki verið bundinn við það að annað foreldrið væri atvinnulaust. Hún segir að þau séu ekki ein á báti í þessari nálgun á foreldrahlutverkið. „Við erum komin með rúmlega tvö þúsund í Fyrstu fimm hópinn á Facebook og þar er fólk á sömu blaðsíðu. Þar eru foreldrar sem kalla eftir því að geta valið um hvað þau vilja gera eftir að börnin eru tólf mánaða og fæðingarorlofi lýkur.“ Hún segir markmið samtakanna í grunninn að hlúa að málefnum fjölskyldna með börn upp í fimm ára aldur. „Við viljum að þeim sé gert sérstaklega hátt undir höfði, þetta eru ein mikilvægustu ár í mótun barna, mótun þeirra fram að fullorðinsárum,“ segir Hulda. Segir lausnir stjórnvalda til þess eins að koma foreldrum aftur á vinnumarkað Hún segir gríðarlega mikilvægt að tryggja góða tengslamyndun milli foreldra og barna þeirra fyrstu árin. Þau vilji því tryggja að fólk geti unnið að þessari tengslamyndun með því að vera lengur heima með börnunum. Yfirskrift greinarinnar sem Hulda skrifaði á Vísi er „Falslausnir fyrir tannhjól atvinnulífsins sem bitna á börnunum okkar.“ Hún skrifar í greininni að það sé fásinna að halda að ungbarnaleikskólar séu lausnin, þeir séu aðeins til þess gerðir að koma foreldrum aftur út á vinnumarkaðinn. „Við höfum lengi staðið fyrir því að konur komist aftur á atvinnumarkað og Fyrstu fimm er mjög umhugað um réttindi foreldra líka, að við fáum að komast aftur út á atvinnumarkað ef við viljum en nú erum við komin þangað og nú þurfum við aðeins að bakka fyrir þá foreldra sem vilja vera heima,“ segir Hulda. „Eins og ég segi þá gátum við ekki séð okkur fært að vera hérna heima og lifað því lífi sem við vildum lifa þó við værum að lifa mínímaliskum lífstíl fyrir þannig að við fluttum erlendis til þess að fá þann stuðning.“ Hún segir þennan möguleika, að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin, liður í því að stuðla að barnvænna samfélagi. Og samfélagi þar sem hraðinn er ekki jafn mikill. „Það er mikið stress að eignast barn á Íslandi. Það er hár standard, hraður lífstíll og við erum bara öðru vísi en þjóðirnar í kring,“ segir Hulda. „Í Noregi tókum við eftir því að fólk lifir fyrir fríin sín og fólk er ekkert að hafa börnin sín lengur á leikskóla að óþörfu, sex sjö tímar eru bara góður tími og bara mjög venjulegt að við værum ekki með börnin á leikskóla.“ Börn og uppeldi Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5. maí 2022 20:33 Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. 5. maí 2022 16:00 Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4. maí 2022 19:51 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Hulda Margrét Brynjarsdóttir skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi þar sem hún kallar eftir því að foreldrar, sem það vilja, fái greitt fyrir að vera með börnin sín heima en ekki á leikskóla. Hulda og maðurinn hennar fluttu til Noregs stuttu eftir að yngri dóttir þeirra fæddist í það sem hún segir barnvænna samfélag. Í byrjun árs 2021 stofnuðu þau og fleiri svipað þenkjandi foreldrar samtökin Fyrstu fimm. „Það sem við köllum eftir í Fyrstu fimm er að foreldrar hafi val. Það fór svo þegar við eignuðumst seinni dóttur okkar að þá fluttum við til Noregs og sáum tækifæri til að vera lengur heima með barnið af því að frá tólf til tuttugu og fjögurra mánaða þá er greiddur styrkur heim,“ segir Hulda sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þessi styrkur var enginn 35 þúsund kall eins og til dæmis Hvalfjarðarsveit er með í heimgreiðslur heldur voru þetta góðar 100 þúsund krónur íslenskar og við gátum bæði unnið með,“ segir Hulda. Þúsundir foreldra vilji möguleikann á að vera heima með börnin Hún segir að þrátt fyrir styrkinn var heimild fyrir því að annað foreldrið ynni fullt starf og hitt væri í hlutastarfi. Hann hafi ekki verið bundinn við það að annað foreldrið væri atvinnulaust. Hún segir að þau séu ekki ein á báti í þessari nálgun á foreldrahlutverkið. „Við erum komin með rúmlega tvö þúsund í Fyrstu fimm hópinn á Facebook og þar er fólk á sömu blaðsíðu. Þar eru foreldrar sem kalla eftir því að geta valið um hvað þau vilja gera eftir að börnin eru tólf mánaða og fæðingarorlofi lýkur.“ Hún segir markmið samtakanna í grunninn að hlúa að málefnum fjölskyldna með börn upp í fimm ára aldur. „Við viljum að þeim sé gert sérstaklega hátt undir höfði, þetta eru ein mikilvægustu ár í mótun barna, mótun þeirra fram að fullorðinsárum,“ segir Hulda. Segir lausnir stjórnvalda til þess eins að koma foreldrum aftur á vinnumarkað Hún segir gríðarlega mikilvægt að tryggja góða tengslamyndun milli foreldra og barna þeirra fyrstu árin. Þau vilji því tryggja að fólk geti unnið að þessari tengslamyndun með því að vera lengur heima með börnunum. Yfirskrift greinarinnar sem Hulda skrifaði á Vísi er „Falslausnir fyrir tannhjól atvinnulífsins sem bitna á börnunum okkar.“ Hún skrifar í greininni að það sé fásinna að halda að ungbarnaleikskólar séu lausnin, þeir séu aðeins til þess gerðir að koma foreldrum aftur út á vinnumarkaðinn. „Við höfum lengi staðið fyrir því að konur komist aftur á atvinnumarkað og Fyrstu fimm er mjög umhugað um réttindi foreldra líka, að við fáum að komast aftur út á atvinnumarkað ef við viljum en nú erum við komin þangað og nú þurfum við aðeins að bakka fyrir þá foreldra sem vilja vera heima,“ segir Hulda. „Eins og ég segi þá gátum við ekki séð okkur fært að vera hérna heima og lifað því lífi sem við vildum lifa þó við værum að lifa mínímaliskum lífstíl fyrir þannig að við fluttum erlendis til þess að fá þann stuðning.“ Hún segir þennan möguleika, að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin, liður í því að stuðla að barnvænna samfélagi. Og samfélagi þar sem hraðinn er ekki jafn mikill. „Það er mikið stress að eignast barn á Íslandi. Það er hár standard, hraður lífstíll og við erum bara öðru vísi en þjóðirnar í kring,“ segir Hulda. „Í Noregi tókum við eftir því að fólk lifir fyrir fríin sín og fólk er ekkert að hafa börnin sín lengur á leikskóla að óþörfu, sex sjö tímar eru bara góður tími og bara mjög venjulegt að við værum ekki með börnin á leikskóla.“
Börn og uppeldi Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5. maí 2022 20:33 Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. 5. maí 2022 16:00 Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4. maí 2022 19:51 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5. maí 2022 20:33
Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. 5. maí 2022 16:00
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. 4. maí 2022 19:51