Conte: Tottenham verður að eyða stórum fjárhæðum til að ná Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 15:46 Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, á bekknum hjá Tottenham Hotspur. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið þurfi að eyða miklum peningi í leikmenn ætli félagið að ná í skottið á Liverpool. Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira