Reiknar með að geta tekið fyrstu skóflustungu snemma á næsta ári Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2022 16:33 Katrín Jakobsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Dagur B. Eggertsson undirrituðu viljayfirlýsinguna í Laugardal í dag. Vísir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er bjartsýnn á að ný þjóðarhöll rísi á næstu þremur árum nú þegar samkomulag er í höfn um að höllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík. Ásmundur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í Laugardal verði lokið árið 2025. Þar með verður til nýtt heimili fyrir landslið Íslands í inniíþróttum en húsið verður einnig nýtt til æfinga fyrir íþróttafélögin í Laugardal. Lengi hefur verið beðið eftir nýrri þjóðarhöll enda Laugardalshöllin löngu orðin barn síns tíma en málið hefur lítið þokast áfram um árabil. Ásmundur er sannfærður um að viljayfirlýsingin í dag sýni að nú sé að birta til en hvenær ætli vinnuvélar fari af stað í Laugardalnum? „Ég reikna með að við eigum að geta tekið hér fyrstu skóflustungu snemma á nýju ári. En það þarf að halda vel á spilunum til að svo verði. Þetta eru feikimörg handtök sem þarf að vinna og ólíkir aðilar sem koma að því,“ sagði Ásmundur við Henry Birgi Gunnarsson í Laugardalnum í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. „Við þurfum nú að fara í vinnu með sérsamböndunum, íþróttahreyfingunni, með það með hvaða hætti höllin þarf að vera. Ég reikna með að þessi framkvæmdavinna hefjist á næstu vikum og verði komin á fullt fyrir lok næsta mánaðar,“ segir Ásmundur. Ásmundur sagði í Pallborðinu á Vísi í desember að nú þyrfti „bara að ýta á Enter“ til að koma framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í gang. Sérstök framkvæmdanefnd verður þó stofnuð um þjóðarhöllina sem mun sjá um frumathugun og undirbúning á fyrirkomulagi byggingaframkvæmda, svo sem vegna hönnunar, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Notkunarmöguleikar mannvirkisins verða kannaðir til hlítar, að því er segir í yfirlýsingu. „Það er náttúrulega þannig að þegar þú ferð af stað í framkvæmd þá þarftu að hanna hana. Það þarf að ræða við íþróttahreyfinguna, og það er það sem við erum að gera hér. Að setja vinnuna formlega af stað,“ segir Ásmundur. Verið að höggva á áralangan hnút „Við erum búin að ljúka því samtali að við ætlum að byggja þessa höll hér í Laugardal. Ríki og borg eru búin að ákveða að ná saman um það. Það er búið að vinna ákveðinn grunn að kostnaðarskiptingu og við erum sammála um að við getum ekki klárað hana nema með því að fara í meira samtal við íþróttahreyfinguna. Síðan þarf að ákveða hvernig mannvirkið á að vera. Það þarf að fara í hönnunarsamkeppni, það þarf að bjóða verkið út, og alla þessa vinnu er fullkomlega eðlilegt að framkvæmdanefnd vinni. Við þurfum að hafa alla aðila að borðinu. Það sem við erum fyrst og síðast að gera hérna er að höggva á áralangan hnút um að koma málinu af stað, og það er ég gríðarlega ánægður með,“ segir Ásmundur. Þarf ákvörðun um hversu mikið sérsamböndin nýta höllina Ásmundur tekur undir að mögulega hafi vantað upp á betra samtal á milli ríkis og borgar en hann segir deiluna um kostnaðarskiptingu nú í stórum dráttum leysta. „Hér erum við að koma verkefninu af stað. Hér erum við með formlegum hætti að taka ákvörðun um það að það verði reist hér þjóðarhöll í Laugardal. En við erum jafnframt að ganga frá því að það þarf að ákvarða með hvaða hætti sú höll verður. Það þarf að hanna hana, það þarf að taka ákvörðun um það hversu mikið sérsamböndin nýta hana, og það er tímasett vinna sem við erum að fara í núna. Samtalinu um staðsetningu er lokið. Höllin mun rísa hér í Laugardal. Menn hafa rætt kostnaðarskiptinguna út frá því hverjar þarfirnar eru og það liggur ljóst fyrir að menn væru ekki að taka ákvörðun um að ráðast í hallarbygginguna á grunni kostnaðarskiptingu út frá nýtingu, nema að vera alvara með það. Það er það sem er að fara í gang núna. Ríkið mun leggja sína fjármuni inn í það í fjármálaáætlun. Við erum með óráðstafað framkvæmdafé sem verður nýtt til þess að byrja með. Og borgin mun gera það líka.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Ásmundur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í Laugardal verði lokið árið 2025. Þar með verður til nýtt heimili fyrir landslið Íslands í inniíþróttum en húsið verður einnig nýtt til æfinga fyrir íþróttafélögin í Laugardal. Lengi hefur verið beðið eftir nýrri þjóðarhöll enda Laugardalshöllin löngu orðin barn síns tíma en málið hefur lítið þokast áfram um árabil. Ásmundur er sannfærður um að viljayfirlýsingin í dag sýni að nú sé að birta til en hvenær ætli vinnuvélar fari af stað í Laugardalnum? „Ég reikna með að við eigum að geta tekið hér fyrstu skóflustungu snemma á nýju ári. En það þarf að halda vel á spilunum til að svo verði. Þetta eru feikimörg handtök sem þarf að vinna og ólíkir aðilar sem koma að því,“ sagði Ásmundur við Henry Birgi Gunnarsson í Laugardalnum í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. „Við þurfum nú að fara í vinnu með sérsamböndunum, íþróttahreyfingunni, með það með hvaða hætti höllin þarf að vera. Ég reikna með að þessi framkvæmdavinna hefjist á næstu vikum og verði komin á fullt fyrir lok næsta mánaðar,“ segir Ásmundur. Ásmundur sagði í Pallborðinu á Vísi í desember að nú þyrfti „bara að ýta á Enter“ til að koma framkvæmdum við nýja þjóðarhöll í gang. Sérstök framkvæmdanefnd verður þó stofnuð um þjóðarhöllina sem mun sjá um frumathugun og undirbúning á fyrirkomulagi byggingaframkvæmda, svo sem vegna hönnunar, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Notkunarmöguleikar mannvirkisins verða kannaðir til hlítar, að því er segir í yfirlýsingu. „Það er náttúrulega þannig að þegar þú ferð af stað í framkvæmd þá þarftu að hanna hana. Það þarf að ræða við íþróttahreyfinguna, og það er það sem við erum að gera hér. Að setja vinnuna formlega af stað,“ segir Ásmundur. Verið að höggva á áralangan hnút „Við erum búin að ljúka því samtali að við ætlum að byggja þessa höll hér í Laugardal. Ríki og borg eru búin að ákveða að ná saman um það. Það er búið að vinna ákveðinn grunn að kostnaðarskiptingu og við erum sammála um að við getum ekki klárað hana nema með því að fara í meira samtal við íþróttahreyfinguna. Síðan þarf að ákveða hvernig mannvirkið á að vera. Það þarf að fara í hönnunarsamkeppni, það þarf að bjóða verkið út, og alla þessa vinnu er fullkomlega eðlilegt að framkvæmdanefnd vinni. Við þurfum að hafa alla aðila að borðinu. Það sem við erum fyrst og síðast að gera hérna er að höggva á áralangan hnút um að koma málinu af stað, og það er ég gríðarlega ánægður með,“ segir Ásmundur. Þarf ákvörðun um hversu mikið sérsamböndin nýta höllina Ásmundur tekur undir að mögulega hafi vantað upp á betra samtal á milli ríkis og borgar en hann segir deiluna um kostnaðarskiptingu nú í stórum dráttum leysta. „Hér erum við að koma verkefninu af stað. Hér erum við með formlegum hætti að taka ákvörðun um það að það verði reist hér þjóðarhöll í Laugardal. En við erum jafnframt að ganga frá því að það þarf að ákvarða með hvaða hætti sú höll verður. Það þarf að hanna hana, það þarf að taka ákvörðun um það hversu mikið sérsamböndin nýta hana, og það er tímasett vinna sem við erum að fara í núna. Samtalinu um staðsetningu er lokið. Höllin mun rísa hér í Laugardal. Menn hafa rætt kostnaðarskiptinguna út frá því hverjar þarfirnar eru og það liggur ljóst fyrir að menn væru ekki að taka ákvörðun um að ráðast í hallarbygginguna á grunni kostnaðarskiptingu út frá nýtingu, nema að vera alvara með það. Það er það sem er að fara í gang núna. Ríkið mun leggja sína fjármuni inn í það í fjármálaáætlun. Við erum með óráðstafað framkvæmdafé sem verður nýtt til þess að byrja með. Og borgin mun gera það líka.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti