Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 3-3 | Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 19:35 ÍBV snéri taflinu sér í vil í Keflavík. Hulda Margrét Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45