Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2022 21:03 Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá henni. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður. Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira