„Við þurfum að halda áfram á þessari braut“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. maí 2022 21:03 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með sigurinn í dag Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka. „Mér líður bara mjög vel, ég er ánægður með liðið. Við spiluðum feikilega góða vörn allan leikinn. Svo kemur Magnús Gunnar frábær inn í seinni hálfleikinn og er að taka marga góða bolta. Við erum að klúðra svolítið af dauðafærum í lok fyrri hálfleiks, annars hefði þetta litið betur út í hálfleiknum. Sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var frábær og baráttan í liðinu virkilega góð. Við þurfum að halda áfram á þessari braut.“ Það var allt annað að sjá leik Hauka í dag heldur en frá síðustu leikjum liðanna. Aron sagði að þeir héldu sér við varnarleikinn en að þeir hafi bætt sóknarleikinn. „Við héldum okkur við varnarconceptið okkar því okkur fannst við vera að spila góða vörn. Stundum að fá aðeins meiri markvörslu í sumum tilfellum. Stebbi kom góður inn í seinni hálfleikinn í Eyjum og sama er Magnús að gera í dag. Í Eyjum fannst mér við vera að spila lélegan sóknarleik. Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag og sértaklega í seinni hálfleik.“ Sóknarleikurinn var ekki mjög sannfærandi hjá Haukum í fyrri hálfleik en var allt annað að sjá hann í seinni hálfleik. „Við skorum tíu mörk, ég veit ekki hvað við förum með af dauðafærum í lokin á fyrri hálfleiknum. Það var á tímapunkti þar sem að hann var svolítið stífur og við megum ekki gleyma því, ÍBV er gott lið. Mér fannst við ná góðu floti í seinni hálfleik.“ Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn út í Vestmannaeyjum og vill Aron að strákarnir haldi þessari baráttu áfram. „Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og leikurinn í Eyjum verður mjög erfiður. Við reynum að selja okkur dýrt.“ Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. 7. maí 2022 19:38 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, ég er ánægður með liðið. Við spiluðum feikilega góða vörn allan leikinn. Svo kemur Magnús Gunnar frábær inn í seinni hálfleikinn og er að taka marga góða bolta. Við erum að klúðra svolítið af dauðafærum í lok fyrri hálfleiks, annars hefði þetta litið betur út í hálfleiknum. Sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var frábær og baráttan í liðinu virkilega góð. Við þurfum að halda áfram á þessari braut.“ Það var allt annað að sjá leik Hauka í dag heldur en frá síðustu leikjum liðanna. Aron sagði að þeir héldu sér við varnarleikinn en að þeir hafi bætt sóknarleikinn. „Við héldum okkur við varnarconceptið okkar því okkur fannst við vera að spila góða vörn. Stundum að fá aðeins meiri markvörslu í sumum tilfellum. Stebbi kom góður inn í seinni hálfleikinn í Eyjum og sama er Magnús að gera í dag. Í Eyjum fannst mér við vera að spila lélegan sóknarleik. Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag og sértaklega í seinni hálfleik.“ Sóknarleikurinn var ekki mjög sannfærandi hjá Haukum í fyrri hálfleik en var allt annað að sjá hann í seinni hálfleik. „Við skorum tíu mörk, ég veit ekki hvað við förum með af dauðafærum í lokin á fyrri hálfleiknum. Það var á tímapunkti þar sem að hann var svolítið stífur og við megum ekki gleyma því, ÍBV er gott lið. Mér fannst við ná góðu floti í seinni hálfleik.“ Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn út í Vestmannaeyjum og vill Aron að strákarnir haldi þessari baráttu áfram. „Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og leikurinn í Eyjum verður mjög erfiður. Við reynum að selja okkur dýrt.“
Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. 7. maí 2022 19:38 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. 7. maí 2022 19:38