„Við þurfum að halda áfram á þessari braut“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. maí 2022 21:03 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með sigurinn í dag Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka. „Mér líður bara mjög vel, ég er ánægður með liðið. Við spiluðum feikilega góða vörn allan leikinn. Svo kemur Magnús Gunnar frábær inn í seinni hálfleikinn og er að taka marga góða bolta. Við erum að klúðra svolítið af dauðafærum í lok fyrri hálfleiks, annars hefði þetta litið betur út í hálfleiknum. Sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var frábær og baráttan í liðinu virkilega góð. Við þurfum að halda áfram á þessari braut.“ Það var allt annað að sjá leik Hauka í dag heldur en frá síðustu leikjum liðanna. Aron sagði að þeir héldu sér við varnarleikinn en að þeir hafi bætt sóknarleikinn. „Við héldum okkur við varnarconceptið okkar því okkur fannst við vera að spila góða vörn. Stundum að fá aðeins meiri markvörslu í sumum tilfellum. Stebbi kom góður inn í seinni hálfleikinn í Eyjum og sama er Magnús að gera í dag. Í Eyjum fannst mér við vera að spila lélegan sóknarleik. Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag og sértaklega í seinni hálfleik.“ Sóknarleikurinn var ekki mjög sannfærandi hjá Haukum í fyrri hálfleik en var allt annað að sjá hann í seinni hálfleik. „Við skorum tíu mörk, ég veit ekki hvað við förum með af dauðafærum í lokin á fyrri hálfleiknum. Það var á tímapunkti þar sem að hann var svolítið stífur og við megum ekki gleyma því, ÍBV er gott lið. Mér fannst við ná góðu floti í seinni hálfleik.“ Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn út í Vestmannaeyjum og vill Aron að strákarnir haldi þessari baráttu áfram. „Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og leikurinn í Eyjum verður mjög erfiður. Við reynum að selja okkur dýrt.“ Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. 7. maí 2022 19:38 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, ég er ánægður með liðið. Við spiluðum feikilega góða vörn allan leikinn. Svo kemur Magnús Gunnar frábær inn í seinni hálfleikinn og er að taka marga góða bolta. Við erum að klúðra svolítið af dauðafærum í lok fyrri hálfleiks, annars hefði þetta litið betur út í hálfleiknum. Sóknarleikurinn í seinni hálfleiknum var frábær og baráttan í liðinu virkilega góð. Við þurfum að halda áfram á þessari braut.“ Það var allt annað að sjá leik Hauka í dag heldur en frá síðustu leikjum liðanna. Aron sagði að þeir héldu sér við varnarleikinn en að þeir hafi bætt sóknarleikinn. „Við héldum okkur við varnarconceptið okkar því okkur fannst við vera að spila góða vörn. Stundum að fá aðeins meiri markvörslu í sumum tilfellum. Stebbi kom góður inn í seinni hálfleikinn í Eyjum og sama er Magnús að gera í dag. Í Eyjum fannst mér við vera að spila lélegan sóknarleik. Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag og sértaklega í seinni hálfleik.“ Sóknarleikurinn var ekki mjög sannfærandi hjá Haukum í fyrri hálfleik en var allt annað að sjá hann í seinni hálfleik. „Við skorum tíu mörk, ég veit ekki hvað við förum með af dauðafærum í lokin á fyrri hálfleiknum. Það var á tímapunkti þar sem að hann var svolítið stífur og við megum ekki gleyma því, ÍBV er gott lið. Mér fannst við ná góðu floti í seinni hálfleik.“ Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn út í Vestmannaeyjum og vill Aron að strákarnir haldi þessari baráttu áfram. „Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og leikurinn í Eyjum verður mjög erfiður. Við reynum að selja okkur dýrt.“
Haukar Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. 7. maí 2022 19:38 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. 7. maí 2022 19:38