„Þetta ferli hefur verið rosalega áreynslulaust og skemmtilegt. Við erum að vinna með svolítið svipað þema og heima á Íslandi en ákváðum að gera það stærra og mun flottara.“
Teymið fékk fatahönnuðinn Darren Mark liðs við sig fyrir sviðsbúningana og segist Ellen þakklát fyrir hans einstaklega fallega auga, sem leiddi af sér frábæra búninga.
Systkinin munu taka þátt í hinum svokallaða túrkís dregli í dag, sem er eins konar rauði dregill Eurovision í ár. Þar skarta Eurovision stjörnurnar skemmtilegum klæðnaði og munu glæsilegir fulltrúar okkar Íslendinga vera samkvæmir sjálfum sér.
„Við ákváðum fyrir þann viðburð að þau myndu svolítið reyna að undirstrika sinn persónulega stíl,“ segir Ellen.
Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.