Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 21:07 Konráð Sveinn Svafarsson tók fyrstu skóflustunguna. Arna Björg Bjarnadóttir Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt.
Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731
Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01