Segir að City ætti ekki að snerta Pogba með priki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 12:01 Spilar Paul Pogba undir stjórn Peps Guardiola á næsta tímabili? getty/Nick Potts Jamie Carragher segir að Manchester City ætti að halda sig fjarri Paul Pogba því hann passi ekki inn í leikstíl Peps Guardiola. Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United. Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01
Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42