Íslensk tilfelli nýs undirafbrigðis teljandi á fingrum annarrar handar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. maí 2022 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00