„Þeim er sama að þeir séu að drepa börn, nauðga börnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 15:52 Lada, Tatiana og Irena voru mættar fyrir utan Fossvogskirkjugarð til að mótmæla minningarathöfn Rússa um þá sem féllu í seinni heimsstyrjöld. Vísir/Sigurjón Rússar komu í dag saman í Fossvogskirkjugarði til að minnast ættingja sinna og ástvina sem börðust og féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Rússar halda 9. maí ár hvert hátíðlegan og fagna sigri sínum á Þjóðverjum þennan dag árið 1945. Við athöfnina í Fossvogskirkjugarði báðu Rússar bænir og lögðu blóm að minnisvarða um hermenn í seinni heimsstyrjöld. Anna Valdimarsdóttir, sem ólst upp í Sovétríkjunum, sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn væri stór í hugum þeirra sem eigi rætur að rekja til Sovétríkjanna. „Hér fögnum við Sigurdeginum, sem er mjög mikilvægur þjóð okkar. Dagurinn markar þann dag sem sirast var á stríðinu með friði. Í landinu okkar missti hver einasta fjölskylda einhvern í stríðinu,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu. Anna Valdimarsdóttir með myndir af öfum sínum sem börðust báðir í síðari heimsstyrjöldinni.Vísir/Sigurjón „Allir sem eiga rætur að rekja til Sovétríkjanna á sameiginlega fjölskyldusögu. Landið okkar barðist gegn Nasistum í fjögur ár þar til bandamenn sigruðu. Hér minnumst við allra hermanna bandamanna, sem börðust gegn Nasistum í Evrópu. Hér sjáum við raunverulega sameiningu þjóða gegn illsku,“ sagði Anna. „Ég trúi því að öll stríð endi með friði“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að fagna stríðslokum og sigri Rússa á meðan Rússar heyja stríð í Evrópu sagði Anna ekki svo vera. „Nei, þessar þrjár ungu manneskjur sem eru hér fyrir utan, kannski þekkja þær söguna ekki nógu vel en um allan heim fagnar fólk þessum degi, sama hverjar pólitískar skoðanir þeirra eru og þrátt fyrir núverandi stöðu. Þau deila öll sömu fjölskyldusögu. Fyrir okkur er þetta dagur sem snýst um sögu þjóðar okkar,“ sagði Anna. Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar leiddi athöfn við minnisvarða um þá sem féllu í seinna stríði í Fossvogskirkjugarði.Vísir/Sigurjón „Ég trúi því að öll stríð endi með friði og sannleikurinn sigri alltaf.“ „Þeim er sama að rússneskir hermenn séu að drepa í dag“ Fréttastofa ræddi við mótmælendurna þrjá sem voru fyrir utan Fossvogskirkjugarð í morgun. Það var hin úkraínska Tatiana, hin rússneska Lada og hin ítalska Irena. „Við mótmælum aðallega því að Rússar komi hingað með rússneska fánann, rússnesk merki. Fyrir okkur tákna þessir fánar það sem rússneskir hermenn eru að gera. Rússneskir hermenn eru, með þessum fánum, að nauðga og drepa börn og leggja alla úkraínsku þjóðina í rúst og þeir ætla sér að rústa öllum heiminum,“ sagði Tatiana. „Við viljum að áður en þau fara og leggja niður blómin, að þau sjái hverju þau eru að fagna í dag.“ Rússar lögðu blóm við minnisvarðann og héldu uppi myndum af ættingjum sínum sem börðust í stríðinu.Vísir/Sigurjón „Þetta er tvískinnungur. Þau eru að minnast hermanna sem féllu í öðru stríði en þeim er sama að rússneskir hermenn séu að drepa í dag. Þeim er sama að þeir séu að drepa börn, nauðga börnum. Það er þessi tvískinnungur sem er ógeðslegur,“ sagði Lada. Hvernig er það, sem Rússi, að sjá þessi hátíðarhöld og vita hvað er í gangi í Úkraínu? „Það er hræðilegt. Þetta stríð er háð í nafni Rússa en ég er Rússi og ég gaf ekki leyfi fyrir þessu stríði. Ég er ekki sammála þessu stríði.“ Enn fleiri voru saman komnir fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi við Túngötu á hádegi til að mótmæla stríðinu þar. Mótmælendur voru hvítklæddir, margir buxnalausir og ataðir út í rauðri málningu til að vekja athygli á því sem gengur á í Úkraínu. Sérstök áhersla var lögð, meðal mótmælenda, á kynferðisglæpi sem Úkraínumenn fullyrða að Rússar hafi beitt úkraínskan almenning. Mótmælendur segja að börnum, allt niður í þriggja ára gömul, hafi verið nauðgað af rússneskum hermönnum. „Þetta er líka harmleikur fyrir Rússland“ Einn mótmælenda við bústað sendiherrans var hin rússneska Maria. Hún fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Mótmælendur við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Ég kom hingað með syni mínum við flúðum Rússland 26. mars. Það er ómögulegt að mótmæla svona í Rússlandi, ég stend hér fyrir hönd rússneskra kvenna sem eru líka á móti stríði. Þær eru samt að mótmæla, vinkona mín Sasha Skochilenko hefur verið dæmd í fimmtán ára fangelsi vegna þess að hún talaði um fórnarlömbin í Mariupol, hún sagði sannleikann. Þetta sama á við fjöldan allan af konum sem voru nógu hugrakkar til að fara út og mótmæla,“ sagði Maria. Hún benti á sjálfa sig og sagði að hún hefði ekki fengið að mótmæla svona í Rússlandi eins og í Reykjavík í dag. „Þeir hefðu barið mig um leið og ég hefði farið úr buxunum á almannafæri í Rússlandi. Voðaverkin í Bucha fá sérstaklega á mig vegna þess að það eru aðallega konur og börn sem líða. En þetta er líka harmleikur fyrir mitt land vegna þess að það er hræðilegt að við getum ekki komið þessu harðstjóra frá völdum. Við erum vanmáttug og höfum gert allt sem við getum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir „Við munum fljótlega fagna sigri“ Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. 9. maí 2022 14:09 Blóðug mótmæli við bústað rússneska sendiherrans Mótmæli hófust við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru margir hverjir klæddir í hvítar flíkur sem ataðar hafa verið rauðum lit sem táknar blóð. Um er að ræða vísun til þeirrar blóðúthellingar sem orðið hefur í Úkraínu eftir innrás Rússa. 9. maí 2022 12:08 Engar stórar yfirlýsingar og fátt nýtt í ræðu Pútín Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lokið við að flytja ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. 9. maí 2022 07:46 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Við athöfnina í Fossvogskirkjugarði báðu Rússar bænir og lögðu blóm að minnisvarða um hermenn í seinni heimsstyrjöld. Anna Valdimarsdóttir, sem ólst upp í Sovétríkjunum, sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn væri stór í hugum þeirra sem eigi rætur að rekja til Sovétríkjanna. „Hér fögnum við Sigurdeginum, sem er mjög mikilvægur þjóð okkar. Dagurinn markar þann dag sem sirast var á stríðinu með friði. Í landinu okkar missti hver einasta fjölskylda einhvern í stríðinu,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu. Anna Valdimarsdóttir með myndir af öfum sínum sem börðust báðir í síðari heimsstyrjöldinni.Vísir/Sigurjón „Allir sem eiga rætur að rekja til Sovétríkjanna á sameiginlega fjölskyldusögu. Landið okkar barðist gegn Nasistum í fjögur ár þar til bandamenn sigruðu. Hér minnumst við allra hermanna bandamanna, sem börðust gegn Nasistum í Evrópu. Hér sjáum við raunverulega sameiningu þjóða gegn illsku,“ sagði Anna. „Ég trúi því að öll stríð endi með friði“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að fagna stríðslokum og sigri Rússa á meðan Rússar heyja stríð í Evrópu sagði Anna ekki svo vera. „Nei, þessar þrjár ungu manneskjur sem eru hér fyrir utan, kannski þekkja þær söguna ekki nógu vel en um allan heim fagnar fólk þessum degi, sama hverjar pólitískar skoðanir þeirra eru og þrátt fyrir núverandi stöðu. Þau deila öll sömu fjölskyldusögu. Fyrir okkur er þetta dagur sem snýst um sögu þjóðar okkar,“ sagði Anna. Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar leiddi athöfn við minnisvarða um þá sem féllu í seinna stríði í Fossvogskirkjugarði.Vísir/Sigurjón „Ég trúi því að öll stríð endi með friði og sannleikurinn sigri alltaf.“ „Þeim er sama að rússneskir hermenn séu að drepa í dag“ Fréttastofa ræddi við mótmælendurna þrjá sem voru fyrir utan Fossvogskirkjugarð í morgun. Það var hin úkraínska Tatiana, hin rússneska Lada og hin ítalska Irena. „Við mótmælum aðallega því að Rússar komi hingað með rússneska fánann, rússnesk merki. Fyrir okkur tákna þessir fánar það sem rússneskir hermenn eru að gera. Rússneskir hermenn eru, með þessum fánum, að nauðga og drepa börn og leggja alla úkraínsku þjóðina í rúst og þeir ætla sér að rústa öllum heiminum,“ sagði Tatiana. „Við viljum að áður en þau fara og leggja niður blómin, að þau sjái hverju þau eru að fagna í dag.“ Rússar lögðu blóm við minnisvarðann og héldu uppi myndum af ættingjum sínum sem börðust í stríðinu.Vísir/Sigurjón „Þetta er tvískinnungur. Þau eru að minnast hermanna sem féllu í öðru stríði en þeim er sama að rússneskir hermenn séu að drepa í dag. Þeim er sama að þeir séu að drepa börn, nauðga börnum. Það er þessi tvískinnungur sem er ógeðslegur,“ sagði Lada. Hvernig er það, sem Rússi, að sjá þessi hátíðarhöld og vita hvað er í gangi í Úkraínu? „Það er hræðilegt. Þetta stríð er háð í nafni Rússa en ég er Rússi og ég gaf ekki leyfi fyrir þessu stríði. Ég er ekki sammála þessu stríði.“ Enn fleiri voru saman komnir fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi við Túngötu á hádegi til að mótmæla stríðinu þar. Mótmælendur voru hvítklæddir, margir buxnalausir og ataðir út í rauðri málningu til að vekja athygli á því sem gengur á í Úkraínu. Sérstök áhersla var lögð, meðal mótmælenda, á kynferðisglæpi sem Úkraínumenn fullyrða að Rússar hafi beitt úkraínskan almenning. Mótmælendur segja að börnum, allt niður í þriggja ára gömul, hafi verið nauðgað af rússneskum hermönnum. „Þetta er líka harmleikur fyrir Rússland“ Einn mótmælenda við bústað sendiherrans var hin rússneska Maria. Hún fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Mótmælendur við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Ég kom hingað með syni mínum við flúðum Rússland 26. mars. Það er ómögulegt að mótmæla svona í Rússlandi, ég stend hér fyrir hönd rússneskra kvenna sem eru líka á móti stríði. Þær eru samt að mótmæla, vinkona mín Sasha Skochilenko hefur verið dæmd í fimmtán ára fangelsi vegna þess að hún talaði um fórnarlömbin í Mariupol, hún sagði sannleikann. Þetta sama á við fjöldan allan af konum sem voru nógu hugrakkar til að fara út og mótmæla,“ sagði Maria. Hún benti á sjálfa sig og sagði að hún hefði ekki fengið að mótmæla svona í Rússlandi eins og í Reykjavík í dag. „Þeir hefðu barið mig um leið og ég hefði farið úr buxunum á almannafæri í Rússlandi. Voðaverkin í Bucha fá sérstaklega á mig vegna þess að það eru aðallega konur og börn sem líða. En þetta er líka harmleikur fyrir mitt land vegna þess að það er hræðilegt að við getum ekki komið þessu harðstjóra frá völdum. Við erum vanmáttug og höfum gert allt sem við getum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir „Við munum fljótlega fagna sigri“ Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. 9. maí 2022 14:09 Blóðug mótmæli við bústað rússneska sendiherrans Mótmæli hófust við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru margir hverjir klæddir í hvítar flíkur sem ataðar hafa verið rauðum lit sem táknar blóð. Um er að ræða vísun til þeirrar blóðúthellingar sem orðið hefur í Úkraínu eftir innrás Rússa. 9. maí 2022 12:08 Engar stórar yfirlýsingar og fátt nýtt í ræðu Pútín Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lokið við að flytja ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. 9. maí 2022 07:46 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Við munum fljótlega fagna sigri“ Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. 9. maí 2022 14:09
Blóðug mótmæli við bústað rússneska sendiherrans Mótmæli hófust við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru margir hverjir klæddir í hvítar flíkur sem ataðar hafa verið rauðum lit sem táknar blóð. Um er að ræða vísun til þeirrar blóðúthellingar sem orðið hefur í Úkraínu eftir innrás Rússa. 9. maí 2022 12:08
Engar stórar yfirlýsingar og fátt nýtt í ræðu Pútín Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lokið við að flytja ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. 9. maí 2022 07:46