Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 15:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira