Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með stöku skúrum sunnantil og rigning eða jafnvel slydda seint í kvöld. Hitastig verður um eða yfir frostmarki norðanlands en allt að níu stigum yfir daginn syðst.
„Svipað veður verður á morgun, norðan og norðaustan 3-10 en 10-15 um landið norðvestanvert. Snjókoma eða slydda norðantil en léttir til sunnan heiða. Hiti 0 til 8 stig.
Það dregur úr vindi og smám saman úr ofankomu á föstudag, snýst svo í austanátt með vætu á laugardag og byrjar hægt að hlýna.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðan 8-15 m/s og rigning eða snjókoma, en léttir til suðvestantil síðdegis. Hiti 0 til 6 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á föstudag: Norðan 5-10, en 10-15 með austurströndinni. Snjókoma eða slydda á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark. Bjartviðri sunnan heiða með hita að 7 stigum yfir daginn.
Á laugardag: Austanátt og rigning eða slydda með köflum en úrkomuminna fyrir norðan. Dregur úr ofankomu um kvöldið. Hlýnar smám saman.
Á sunnudag: Suðlæg átt, skýjað en úrkomulítið. Hiti 6 til 12 stig en svalari fyrir austan.
Á mánudag og þriðjudag: Austlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Hiti breytist lítið.