„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 09:08 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, hitti mann sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla til að mótmæla hversu illa þeim er gjarnan lagt. Vísir/Vilhelm Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent