Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar hrósuðu Birtu en vildu samt gagnrýna varnarleik Stjörnuliðsins.
„Ég skil ekki alveg þennan varnarleik því þú vilt frá sóknarmanninn sem lengst frá markinu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, um leið og hún sýndi markið hjá Birtu.
„Það er líka enginn Bliki nálægt henni og það eru sex Stjörnustelpur í kringum hana. Það er enginn sem setur almennilega pressu á hana,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum.
„Við verðum samt að hrósa líka Birtu. Þetta var mjög vel gert hjá henni. Hún var mjög yfirveguð og róleg og beið þangað til að hún sjá opnun. Smelti honum þá í fjær,“ sagði Sonný Lára.
„Birta er sóknarmaður sem mér finnst eiga helling inni. Ég hef svolítið verið að bíða eftir henni,“ sagði Helena.
„Ég er sammála því. Þetta er stelpa sem var mjög efnileg og kemur í Blikana í fyrra. Hún er að taka þessi skref á sínum ferli en oft með unga leikmenn þá vantar stöðugleika. Ég vona það, fyrir hönd hennar og annarra ungra leikmanna í þessari deild, að þær finni fjölina sína snemma móts, fái sjálfstraustið,“ sagði Margrét Lára.
„Þetta er stelpa sem hefur mikla möguleika og það eru mörk í henni,“ sagði Margrét.
„Hún fékk tækifæri að byrja í þessum leik og stóð sig bara mjög vel. Hún vonandi nýtir það bara ef hún fær aftur tækifæri í næsta leik,“ sagði Sonný Lára.
„Hún dettur varla úr liðinu núna því það er bannað að detta úr liðinu þegar maður skorar svona glæsimörk,“ sagði Helena.
Það má sjá alla umfjöllun um mark Birtu hér fyrir ofan.