Kári um Haukaeinvígið: „Eins og að vera með erfiðar hægðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2022 15:01 „En svo kom það!“ stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson var yfirlýsingaglaður þegar hann mætti settið hjá Seinni bylgjunni eftir að ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á Haukum í gær, 34-27. Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30
Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47