Óskar Hrafn: Síðustu 15 mínúturnar voru þjáning Árni Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 21:45 Óskar Hrafn var ánægður með mannlega styrkinn í sínum mönnum Hulda Margrét Breiðablik vann Stjörnuna fyrr í kvöld í frábærum fótboltaleik 3-2 í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson var mjög ánægður með úrslitin og að þau hafi fylgt frammistöðunni sem hans menn sýndu í kvöld. Mannlegur styrkur og þjáning komu mikið við sögu í svörum hans um leikinn. Óskar var spurður að því hvort þessi leikur hafi verið óþarflega spennandi frá hans bæjardyrum séð en lungan úr leiknum réðu Blikar lögum og lofum. „Mér fannst leikurinn já óþarflega spennandi. Hann var tvískiptur þessi leikur og ég átta mig ekki alveg á því hvar skiptin eru en fyrstu 70-75 mínúturnar höfðum við fullkomna stjórn á leiknum. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir jafna. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá leiknum en fyrst að svo var ekki endum við í 12-15 mínútum þar sem menn þurftu að grafa djúpt. Þetta var þjáning og einhver vinnusemi og svo kemur þetta frábæra mark frá Viktori en síðustu 15 mínúturnar voru bara þjáning. Það var sterkt mannleg eðli í að grafa djúpt og ná í þennan sigur.“ Óskar var þá spurður að því hvort það væri ekki þeim mun ánægjulegra að sjá leikmenn hans geta grafið svona djúpt til að ná í sigurinn. „Það kemur mér ekki endilega á óvart að þeir hafi náð að grafa svona djúpt. Þeir hafa oft gert það á þeim tíma sem ég hef verið með þeim. Það er hægt að skipta þessari frammistöðu á tvo vegu. Fyrstu 70 mínúturnar var þetta virkilega góð fótboltaleg frammistaða þar sem við héldum boltanum vel en vorum ekki nógu skarpir í færunum. Svo komu síðustu 15-20 mínúturnar þar sem við þurftum að grafa. Þetta var mannlegur styrkleiki. Úr hverju ertu gerður? Stjörnuliðið er orkumikið lið og þeir látat þig ekki í friði og halda áfram þangað til flautan gellur þannig að þú getur aldrei hætt og aldrei hvílt þig á móti þeim. Menn þjáðust þessar mínútur og sóttu djúpt kraft til að klára leikinn og ég er bara mjög ánægður með það og finnst það frábært að úrslitin fylgi með svona frammistöðu.“ Það var mikill hiti í leiknum og að mati Óskars var línan hjá dómurunum skrýtin þó hún hafi ekki haft áhrif. Hann var spurður út í dómarana og einnig fyrsta mark Stjörnumanna sem var umdeilt. „Ég sá ekki fyrsta markið nógu vel en miðað við hvernig hinir geðprúðustu menn létu eftir það þá hlýtur eitthvað að hafa verið bogið við það. Ég veit það samt ekki, ég sá það ekki. Línan var skrýtin í leiknum en það hafði ekki úrslitaáhrif. Við hleyptum þeim inn í leikinn með þessu marki og þetta er bara eins og það er. Við getum verið hérna til miðnættis og farið yfir alla dómana en við getum líka farið yfir öll mistökin sem við gerðum í leiknum.“ Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda búinn að vera frábær í sumar. Hann komst ekki á blað og var í strangri gæslu Stjörnumanna. Var ekki þá ánægjulegt að aðrir stigu upp í sóknarleiknum til að fylla skarð hans.? „Það væri óeðlilegt að ætlast til að Ísak skori tvö mörk í hverjum einasta leik. Hann vann hinsvegar alveg mjög óeigingjarna vinnu sem opnaði fyrir liðsfélaga sína. Hann er náttúrlega feykilega öflugur liðsmaður og ég er ánægður með hann og allt liðið.“ Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Óskar var spurður að því hvort þessi leikur hafi verið óþarflega spennandi frá hans bæjardyrum séð en lungan úr leiknum réðu Blikar lögum og lofum. „Mér fannst leikurinn já óþarflega spennandi. Hann var tvískiptur þessi leikur og ég átta mig ekki alveg á því hvar skiptin eru en fyrstu 70-75 mínúturnar höfðum við fullkomna stjórn á leiknum. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir jafna. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá leiknum en fyrst að svo var ekki endum við í 12-15 mínútum þar sem menn þurftu að grafa djúpt. Þetta var þjáning og einhver vinnusemi og svo kemur þetta frábæra mark frá Viktori en síðustu 15 mínúturnar voru bara þjáning. Það var sterkt mannleg eðli í að grafa djúpt og ná í þennan sigur.“ Óskar var þá spurður að því hvort það væri ekki þeim mun ánægjulegra að sjá leikmenn hans geta grafið svona djúpt til að ná í sigurinn. „Það kemur mér ekki endilega á óvart að þeir hafi náð að grafa svona djúpt. Þeir hafa oft gert það á þeim tíma sem ég hef verið með þeim. Það er hægt að skipta þessari frammistöðu á tvo vegu. Fyrstu 70 mínúturnar var þetta virkilega góð fótboltaleg frammistaða þar sem við héldum boltanum vel en vorum ekki nógu skarpir í færunum. Svo komu síðustu 15-20 mínúturnar þar sem við þurftum að grafa. Þetta var mannlegur styrkleiki. Úr hverju ertu gerður? Stjörnuliðið er orkumikið lið og þeir látat þig ekki í friði og halda áfram þangað til flautan gellur þannig að þú getur aldrei hætt og aldrei hvílt þig á móti þeim. Menn þjáðust þessar mínútur og sóttu djúpt kraft til að klára leikinn og ég er bara mjög ánægður með það og finnst það frábært að úrslitin fylgi með svona frammistöðu.“ Það var mikill hiti í leiknum og að mati Óskars var línan hjá dómurunum skrýtin þó hún hafi ekki haft áhrif. Hann var spurður út í dómarana og einnig fyrsta mark Stjörnumanna sem var umdeilt. „Ég sá ekki fyrsta markið nógu vel en miðað við hvernig hinir geðprúðustu menn létu eftir það þá hlýtur eitthvað að hafa verið bogið við það. Ég veit það samt ekki, ég sá það ekki. Línan var skrýtin í leiknum en það hafði ekki úrslitaáhrif. Við hleyptum þeim inn í leikinn með þessu marki og þetta er bara eins og það er. Við getum verið hérna til miðnættis og farið yfir alla dómana en við getum líka farið yfir öll mistökin sem við gerðum í leiknum.“ Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið mikið á milli tannanna á fólki enda búinn að vera frábær í sumar. Hann komst ekki á blað og var í strangri gæslu Stjörnumanna. Var ekki þá ánægjulegt að aðrir stigu upp í sóknarleiknum til að fylla skarð hans.? „Það væri óeðlilegt að ætlast til að Ísak skori tvö mörk í hverjum einasta leik. Hann vann hinsvegar alveg mjög óeigingjarna vinnu sem opnaði fyrir liðsfélaga sína. Hann er náttúrlega feykilega öflugur liðsmaður og ég er ánægður með hann og allt liðið.“
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. 11. maí 2022 22:23
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn