Nær engar líkur á að City og Liverpool spili hreinan úrslitaleik um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Pep Guardiola grínaðist með Trent Alexander-Arnold í síðasta leik Manchester City og Liverpool. Getty/Michael Regan Það virðist ekkert lið ráða við særða Manchester City menn því eftir klúðrið í Meistaradeildinni á dögunum þá rúllar liðið nú upp hverju liðinu á fætur öðru í ensku úrvalsdeildinni. City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira