Valið er skýrt í Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:31 Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun