„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2022 23:24 Ólafur Hreggviður Sigurðsson, heimastjórnarmaður á Seyðisfirði, og Pétur Heimisson, frambjóðandi VG í Múlaþingi, eru á öndverðum meiði um fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Vísir/Egill Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu. Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur. Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur.
Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira