Á vef Veðurstofunnar segir að það verði áfram vetrarlegt á norðanverðu landinu þó að talsvert hafi dregið úr ofankomunni síðan í gær. Þar sé útlit fyrir dálítil él og hita kringum frostmark.
Sunnan heiða verður hins vegar víða bjart veður og hiti þrjú til átta stig yfir daginn, en líkur eru á einhverjum síðdegisskúrum.
Austan og suðaustan 3-10 m/s og skúrir á morgun, en úrkomulítið um landið norðanvert. Bætir í úrkomu og vind sunnanlands annað kvöld.
Á sunnudag er svo útlit fyrir suðaustanátt og vætu með köflum sunnan- og vestanlands, en áfram þurrt að kalla á Norðurlandi. Hlýnar enn frekar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austan og suðaustan 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið á norðanverðu landinu. Hlýnandi, hiti 2 til 9 stig eftir hádegi.
Á sunnudag: Suðaustan 3-10 og súld eða dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 4 til 14 stig, mildast vestantil.
Á mánudag og þriðjudag: Suðaustan 3-10, en gengur í austan 10-18 syðst á landinu. Súld eða lítilsháttar rigning við suður- og austurströndina, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 15 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag: Austan- og suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Áfram milt í veðri.