Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:33 Marktækur munur er á afstöðu fólks til málaflokka eftir búsetu. Í Reykjavík eru skipulagsmálin efst á blaði en atvinnumálin vega þyngst í huga íbúa á landsbyggðinni, einkum íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda. Það er ekki úr vegi að kanna hug kjósenda til mikilvægustu málaflokkanna nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Rannsóknin fór fram í mars og tóku 808 manns þátt á öllu landinu. Þeir voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins. Í ljós kom að ánægjan er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Aðeins 42% borgarbúa sögðust frekar eða mjög ánægðir. Mesta ánægjan var að finna í Garðabæ og Akureyri. Háskóli Íslands Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óánægja í stærri sveitarfélögum sé ekki óþekkt því þar sé meiri fjarlægð á milli íbúa annars vegar og stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa hins vegar. „Það eru þarna ýmis málefni í stærstu sveitar sveitarfélögunum sem eru tekin upp af pólitískum meirihluta á hverjum tíma sem eru kannski ekki þau mál sem íbúar í sínu nærumhverfi eru mest hugsi yfir og vilja að séu til umræðu og ávarps.“ Rúnar nefnir mikilvæga málaflokka á borð við mannréttindamál, fjölmenningarmál og menningarmál í þessu samhengi. „Stóru sveitarfélögin taka oft upp mál sem eru ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna og eru ekki endilega mál sem varða hverfið og nærsamfélagið hjá íbúum og þá getur myndast ákveðið bil, hugmyndabil eða umræðu-eða orðræðubil á milli stjórnenda í stórum sveitarfélögum og íbúanna í hverfunum.“ Sundurliðuð svör sýna að gatna-og vegamálin og atvinnumál draga helst úr ánægju borgarbúa. „Þetta vekur til umhugsunar bæði viðhald vega, þrif og ekki bara vega heldur gangbrauta gangstétta og gönguleiða í borgarlandinu.“ Háskóli Íslands Málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í huga borgarbúa á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni. „Vestfirðirnir og Vesturland að stórum hluta leggja mikla áherslu á þetta og reyndar Norðurland líka. Reyndar hafa Suðurnes þá sérstöðu að atvinnumálin eru ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn í hugum íbúa.“ „Vestfirðirnir eru þarna alveg klarlega og Vesturland að stórum hluta og reyndar Norðurland líka,og Suðurnes, ég gleymi þeim nú ekki og reyndar hefur Suðurnes þá sérstöðu að þar eru ativnnumálin ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn af einstökum málaflokkum í hugum íbúa.“ Það er líka áhugavert að skoða mismunand áherslur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu. „Almenningssamgöngurnar eru mikilvægar í Reykjavík, þær eru í öðru sæti þar yfir mikilvægustu málaflokkana á eftir skipulagsmálunum en almenningssamgöngur komast bara ekki á topp fimm listann hjá íbúum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ þar sem almenningssamgöngurnar eru í 5.-6. sæti þannig að við sjáum þarna mikla sérstöðu í Reykjavík,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor. Tengd skjöl Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Fyrri_hlutiDOCX220KBSækja skjal Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Seinni_hlutiDOCX223KBSækja skjal Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Það er ekki úr vegi að kanna hug kjósenda til mikilvægustu málaflokkanna nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Rannsóknin fór fram í mars og tóku 808 manns þátt á öllu landinu. Þeir voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með þjónustu sveitarfélagsins. Í ljós kom að ánægjan er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Aðeins 42% borgarbúa sögðust frekar eða mjög ánægðir. Mesta ánægjan var að finna í Garðabæ og Akureyri. Háskóli Íslands Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óánægja í stærri sveitarfélögum sé ekki óþekkt því þar sé meiri fjarlægð á milli íbúa annars vegar og stjórnsýslunnar og kjörinna fulltrúa hins vegar. „Það eru þarna ýmis málefni í stærstu sveitar sveitarfélögunum sem eru tekin upp af pólitískum meirihluta á hverjum tíma sem eru kannski ekki þau mál sem íbúar í sínu nærumhverfi eru mest hugsi yfir og vilja að séu til umræðu og ávarps.“ Rúnar nefnir mikilvæga málaflokka á borð við mannréttindamál, fjölmenningarmál og menningarmál í þessu samhengi. „Stóru sveitarfélögin taka oft upp mál sem eru ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna og eru ekki endilega mál sem varða hverfið og nærsamfélagið hjá íbúum og þá getur myndast ákveðið bil, hugmyndabil eða umræðu-eða orðræðubil á milli stjórnenda í stórum sveitarfélögum og íbúanna í hverfunum.“ Sundurliðuð svör sýna að gatna-og vegamálin og atvinnumál draga helst úr ánægju borgarbúa. „Þetta vekur til umhugsunar bæði viðhald vega, þrif og ekki bara vega heldur gangbrauta gangstétta og gönguleiða í borgarlandinu.“ Háskóli Íslands Málefni leik- og grunnskólanna eru efst á blaði hjá nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsmálin vega þyngst í huga borgarbúa á meðan atvinnumálin, heilt yfir, eru talin mikilvægust á landsbyggðinni. „Vestfirðirnir og Vesturland að stórum hluta leggja mikla áherslu á þetta og reyndar Norðurland líka. Reyndar hafa Suðurnes þá sérstöðu að atvinnumálin eru ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn í hugum íbúa.“ „Vestfirðirnir eru þarna alveg klarlega og Vesturland að stórum hluta og reyndar Norðurland líka,og Suðurnes, ég gleymi þeim nú ekki og reyndar hefur Suðurnes þá sérstöðu að þar eru ativnnumálin ekki bara efsti flokkurinn heldur langefsti flokkurinn af einstökum málaflokkum í hugum íbúa.“ Það er líka áhugavert að skoða mismunand áherslur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu. „Almenningssamgöngurnar eru mikilvægar í Reykjavík, þær eru í öðru sæti þar yfir mikilvægustu málaflokkana á eftir skipulagsmálunum en almenningssamgöngur komast bara ekki á topp fimm listann hjá íbúum í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ þar sem almenningssamgöngurnar eru í 5.-6. sæti þannig að við sjáum þarna mikla sérstöðu í Reykjavík,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor. Tengd skjöl Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Fyrri_hlutiDOCX220KBSækja skjal Vidhorf_Sveitarfel_Kosningar_Skyrsla_Seinni_hlutiDOCX223KBSækja skjal
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12. maí 2022 12:07
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02