„Sokknum verður ekki skilað“ Atli Arason skrifar 13. maí 2022 23:32 Gunnar Magnús Jónsson með sokkinn umtalaða. Vísir/Atli Arason Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að liðið sitt hefði ekki mætt klárt til leiks gegn Aftureldingu í 1-2 tapi liðsins í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta. „Mér fannst við ekki mæta tilbúnar. Við vorum búnar að ræða það fyrir leik að þetta yrði gríðarlega mikill baráttu leikur en við vorum ekki tilbúnar í baráttuna og fengum á okkur ódýr mörk. Svo voru þær mikið til baka í síðari hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt svakalegt en svona getur fótboltinn verið,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Lið Keflavíkur kom öllum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og þar á meðal stórlið Breiðabliks. Eftir þann leik vildi Gunnar koma sokk til skila til Helenu Ólafs og fleiri sem höfðu spáð Keflavíkingum hrakfalls gengi á tímabilinu og vakti það mikla athygli. Eftir tvo tapleiki í röð var Gunnar eðlilega spurður að því hvort það væri þá tímabært að skila sokknum til baka. „Ég veit það nú ekki. Þetta er þannig í fótboltanum að maður þarf að gleðjast þegar það gengur vel og það er bara eðlilegt. Ég ætla að vona það hlakki ekki í skólasystur minni henni Helenu þegar það gengur illa hjá okkur, en nei nei, sokknum verður ekki skilað,“ svaraði Gunnar og gat leyft sér að horfa á kímnislega hlið þessa umtalaða atviks. Keflvíkingar styrktu hóp sinn fyrir gluggalok með því að fá til liðs við sig spænskan miðjumann að nafni Maria Corral Pinon. Maria spilaði með Ana Paula Santos, leikmanni Keflavíkur, í William Carey háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum. „Hún kemur til landsins seinni hlutann í maí. Það vill svo til að þetta er vinkona hennar Önnu Pálu og hún er bara að koma í heimsókn og ætlar að fá að æfa með okkur og við létum hana bara fá félagaskipti. Síðan kemur í ljós hvort hún muni spila með okkur eða ekki,“ sagði Gunnar að lokum, aðspurður út í nýjasta liðsstyrk Keflavíkur. Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
„Mér fannst við ekki mæta tilbúnar. Við vorum búnar að ræða það fyrir leik að þetta yrði gríðarlega mikill baráttu leikur en við vorum ekki tilbúnar í baráttuna og fengum á okkur ódýr mörk. Svo voru þær mikið til baka í síðari hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt svakalegt en svona getur fótboltinn verið,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Lið Keflavíkur kom öllum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og þar á meðal stórlið Breiðabliks. Eftir þann leik vildi Gunnar koma sokk til skila til Helenu Ólafs og fleiri sem höfðu spáð Keflavíkingum hrakfalls gengi á tímabilinu og vakti það mikla athygli. Eftir tvo tapleiki í röð var Gunnar eðlilega spurður að því hvort það væri þá tímabært að skila sokknum til baka. „Ég veit það nú ekki. Þetta er þannig í fótboltanum að maður þarf að gleðjast þegar það gengur vel og það er bara eðlilegt. Ég ætla að vona það hlakki ekki í skólasystur minni henni Helenu þegar það gengur illa hjá okkur, en nei nei, sokknum verður ekki skilað,“ svaraði Gunnar og gat leyft sér að horfa á kímnislega hlið þessa umtalaða atviks. Keflvíkingar styrktu hóp sinn fyrir gluggalok með því að fá til liðs við sig spænskan miðjumann að nafni Maria Corral Pinon. Maria spilaði með Ana Paula Santos, leikmanni Keflavíkur, í William Carey háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum. „Hún kemur til landsins seinni hlutann í maí. Það vill svo til að þetta er vinkona hennar Önnu Pálu og hún er bara að koma í heimsókn og ætlar að fá að æfa með okkur og við létum hana bara fá félagaskipti. Síðan kemur í ljós hvort hún muni spila með okkur eða ekki,“ sagði Gunnar að lokum, aðspurður út í nýjasta liðsstyrk Keflavíkur.
Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu