Unnur Elísabet er mikill lífskúnstner og hefur komið víða að í hinum listræna heimi. Hún segir að undirbúningur fyrir Eurovision hafi mikið farið fram í gegnum samtal hennar og systkinanna.
„Við vorum einhvern veginn alveg á sömu bylgjulengd listrænt séð og þetta er búið að vera alveg frábært.“
Hún sótti innblástur í þeirra karaktera fyrir atriðið og segir yndislegt að vinna með þeim.
„Systur hafa rosalega mikil áhrif á mig, það er bara eitthvað við þær. Það er einhver svona ára, þau eru öll svo hógvær og jarðtengd. Það þarf ekkert mikið meira en bara að hafa þau á sviðinu, þau eru svo einlæg og maður fer bara sömu leið með atriðið.“
Unnur hefur vakið athygli sem dansari og danshöfundur á Íslandi og er sannkallaður reynslubolti. Hún útilokar ekki að dansa einhvern tíma á sviði á Eurovision en ætlar þó ekki að íhuga það fyrr en hún verður orðin gömul kona.
Viðtalið við Unni Elísabetu má finna í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.