Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:58 Einar Þorsteinsson er sigurvegari borgarstjórnarkosninga dagsins, ef marka má fyrstu tölur. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira