Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:58 Einar Þorsteinsson er sigurvegari borgarstjórnarkosninga dagsins, ef marka má fyrstu tölur. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira