Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 11:00 Claudia Pina, Patri Guijarro og Melanie Serrano fagna hér sigri Barcelona í Meistaradeildinni. Getty/Alex Caparros Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik. Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira