Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 14:01 Aron Jóhannsson heldur um rifbeinin eftir að hafa brotnað í leiknum gegn FH. Stöð 2 Sport „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira