Guðrún Brá sótti milljón til Taílands Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:01 Guðrún Brá Björgvinsdóttir fer næst til Frakklands eftir mótið í Taílandi. Getty/Charles McQuillan Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppskar tæplega eina milljón króna á stóru golfmóti í Taílandi um helgina. Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti