Á vef sveitarfélagsins segir að alls hafi 553 verið á kjörskrá og að kjórsókn hafi verið 68 prósent.
Úrslit kosninganna voru:
- H-listi Hörgársveitar: 138 atkvæði og 2 menn kjörna í sveitarstjórn.
- J-listi Grósku: 220 atkvæði og 3 menn kjörna í sveitarstjórn.
- Auðir seðlar voru 12 og ógildir voru 6 .
Sveitarstjórn Hörgársveitar verður því þannig skipuð:
- Jón Þór Benediktsson (H)
- Jónas Þór Jónasson (H)
- Axel Grettisson (J)
- Ásrún Árnadóttir (J)
- Sunna María Jónasdóttir (J)
Samsetning sveitarstjórnar Hörgársveitar er sú sama og eftir kosningarnar 2018, það er J-listi með þrjá fulltrúa og H-listi tvo.