Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Árni Sæberg skrifar 16. maí 2022 19:24 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. „Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún. Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
„Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún.
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira