Fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. Innlent 31.7.2025 16:53 Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010. Erlent 31.7.2025 16:51 Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. Erlent 31.7.2025 16:10 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. Innlent 31.7.2025 16:07 Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. Innlent 31.7.2025 15:25 Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir. Innlent 31.7.2025 15:06 Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast. Erlent 31.7.2025 14:48 Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Erlent 31.7.2025 14:30 Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Lögregla handtók mann í miðborginni í hádeginu sem hélt á stórum hníf og ógnaði öðrum vegfarendum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Innlent 31.7.2025 14:30 Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Einstaklingur sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir fyrr í dag er látinn. Hann var ferðamaður á áttræðisaldri. Innlent 31.7.2025 13:03 „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Tæplega ársgamalt hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu Frostadóttur, þar sem hún segir ekki tímabært að fara í „þá vegferð“ að ganga í Evrópusambandið, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar. Innlent 31.7.2025 13:02 Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Innlent 31.7.2025 13:00 Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan eru nú í ísbjarnareftirliti, einkum yfir Hornströndum vegna myndbands sem lögreglunni barst í gær. Innlent 31.7.2025 12:48 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. Erlent 31.7.2025 12:30 Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Nemendur í einkareknum grunnskólum á landinu hafa aldrei verið fleiri. Í leið hafa grunnskólanemar með erlent móðurmál og erlent ríkisfang aldrei verið fleiri. Innlent 31.7.2025 12:18 Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega. Innlent 31.7.2025 12:07 Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Breiðamerkursand á ellefta tímanum í morgun til að aðstoða við sjúkraflutninga vegna bráðra veikinda. Lögregla er á vettvangi. Innlent 31.7.2025 12:03 Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. Erlent 31.7.2025 11:56 Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Í hádegisfréttum fjöllum við um ofbeldi gegn eldri borgurum hér á landi en teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir oft afar erfitt að varpa ljósi á slík mál. Innlent 31.7.2025 11:42 Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir embættið undir allt búið fyrir þjóðhátíð í Eyjum, sem hefst formlega á morgun. Viðbragð hefur verið aukið í öllum deildum lögreglu. Innlent 31.7.2025 11:40 Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. Veður 31.7.2025 10:43 Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi. Innlent 31.7.2025 09:17 Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Erlent 31.7.2025 08:42 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. Innlent 31.7.2025 08:17 Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land. Erlent 31.7.2025 07:56 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. Erlent 31.7.2025 07:16 Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Framkvæmdastjóri Landverndar lætur hörð orð falla í garð forstjóra Landsvirkjunnar vegna deilna um Hvammsvirkjun. Landeigendur við Þjórsá lögðu fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir vegna virkjunarinnar í gær. Innlent 31.7.2025 07:11 Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Yfirvöld á Gasa segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers á hóp fólks sem var að bíða eftir dreifingu neyðargagna norður af Gasa-borg í gær. Um 300 eru sagðir hafa særst. Erlent 31.7.2025 07:08 Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Enn mallar í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni og engar verulegar breytingar hafa orðið á virkni eða hraunútbreiðslu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 31.7.2025 06:24 Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um vinnuslys í póstnúmerinu 104, þar sem glerhurð brotnaði þegar starfsmaður hugðist loka henni. Innlent 31.7.2025 06:16 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. Innlent 31.7.2025 16:53
Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010. Erlent 31.7.2025 16:51
Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. Erlent 31.7.2025 16:10
Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. Innlent 31.7.2025 16:07
Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. Innlent 31.7.2025 15:25
Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir. Innlent 31.7.2025 15:06
Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast. Erlent 31.7.2025 14:48
Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Erlent 31.7.2025 14:30
Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Lögregla handtók mann í miðborginni í hádeginu sem hélt á stórum hníf og ógnaði öðrum vegfarendum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Innlent 31.7.2025 14:30
Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Einstaklingur sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir fyrr í dag er látinn. Hann var ferðamaður á áttræðisaldri. Innlent 31.7.2025 13:03
„Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Tæplega ársgamalt hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu Frostadóttur, þar sem hún segir ekki tímabært að fara í „þá vegferð“ að ganga í Evrópusambandið, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar. Innlent 31.7.2025 13:02
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Innlent 31.7.2025 13:00
Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan eru nú í ísbjarnareftirliti, einkum yfir Hornströndum vegna myndbands sem lögreglunni barst í gær. Innlent 31.7.2025 12:48
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. Erlent 31.7.2025 12:30
Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Nemendur í einkareknum grunnskólum á landinu hafa aldrei verið fleiri. Í leið hafa grunnskólanemar með erlent móðurmál og erlent ríkisfang aldrei verið fleiri. Innlent 31.7.2025 12:18
Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega. Innlent 31.7.2025 12:07
Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Breiðamerkursand á ellefta tímanum í morgun til að aðstoða við sjúkraflutninga vegna bráðra veikinda. Lögregla er á vettvangi. Innlent 31.7.2025 12:03
Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. Erlent 31.7.2025 11:56
Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Í hádegisfréttum fjöllum við um ofbeldi gegn eldri borgurum hér á landi en teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir oft afar erfitt að varpa ljósi á slík mál. Innlent 31.7.2025 11:42
Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir embættið undir allt búið fyrir þjóðhátíð í Eyjum, sem hefst formlega á morgun. Viðbragð hefur verið aukið í öllum deildum lögreglu. Innlent 31.7.2025 11:40
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. Veður 31.7.2025 10:43
Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi. Innlent 31.7.2025 09:17
Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Erlent 31.7.2025 08:42
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. Innlent 31.7.2025 08:17
Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land. Erlent 31.7.2025 07:56
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. Erlent 31.7.2025 07:16
Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Framkvæmdastjóri Landverndar lætur hörð orð falla í garð forstjóra Landsvirkjunnar vegna deilna um Hvammsvirkjun. Landeigendur við Þjórsá lögðu fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir vegna virkjunarinnar í gær. Innlent 31.7.2025 07:11
Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Yfirvöld á Gasa segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers á hóp fólks sem var að bíða eftir dreifingu neyðargagna norður af Gasa-borg í gær. Um 300 eru sagðir hafa særst. Erlent 31.7.2025 07:08
Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Enn mallar í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni og engar verulegar breytingar hafa orðið á virkni eða hraunútbreiðslu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 31.7.2025 06:24
Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um vinnuslys í póstnúmerinu 104, þar sem glerhurð brotnaði þegar starfsmaður hugðist loka henni. Innlent 31.7.2025 06:16