Fréttir

Sak­leysi dætranna hafi gufað upp

Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum.

Innlent

„Þau eru bara fyrir“

Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar.

Innlent

Hvammsvirkjun upp­fylli ekki skil­yrði

Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar.

Innlent

„Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“

Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem við finnast engar töfralausnir. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir ekki koma á óvart að aukin harka hafi færst í samskipti heimilis og skóla þegar foreldrar hafi ítrekað lent á vegg vegna skorts á úrræðum fyrir börn sín.

Innlent

Efnaslys varð í grunn­skóla í Reykja­nes­bæ

Brunavörnum Suðurnesja barst útkall um hádegisleytið í dag vegna efnaslys sem orðið hafði í grunnskóla í Reykjanesbæ. Brúsi með ertandi efni hafði lekið á kaffistofu kennara og var álma byggingarinnar rýmd á meðan efnakafarar glímdu við eitrið.

Innlent

Minkurinn dó vegna fugla­flensu

Minkurinn sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar var með fuglainflúensu. Margar grágæsir hafa fundist dauðar í Reykjavík vegna inflúensunar.

Innlent

Af þingi í skóla­mál á Austur­landi

Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. 

Innlent

Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með á­verkana

Kona sem kom mikið særð inn á bráðmóttöku Landspítalans þann 10. nóvember og sagði Kristján Markús Sívarsson hafa veitt sér áverkana hefur breytt framburði sínum. Nú segir hún Kristján Markús ekki hafa veitt sér alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli.

Innlent

Björn Þor­láks segir sig úr Flokki fólksins

Björn Þorláksson blaðamaður á Samstöðinni hefur sagt sig úr Flokki fólksins. Hann birtir pistil á Facebook-síðu sinni þess efnis undir fyrirsögninni „Blaðamennskan öðru ofar – Úrsögn úr Flokki fólksins”

Innlent

Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum

Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum.

Innlent