Fréttir

Styttist í lok rann­sóknar

Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember.

Innlent

Rúm­lega þrjá­tíu skjálftar á Vestur­landi

Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum á Vesturlandi, norður af Borgarnesi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu.

Innlent

„Brota­menn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“

Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár.

Innlent

Skúrir og á­fram milt í veðri

Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands.

Veður

Demó­krötum kennt um og upp­sögnum hótað

Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir.

Erlent

Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg

Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum.

Innlent

Stímir ó­hrædd í gin ísraelska sjó­hersins

Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð.

Innlent

Kom ráð­herra á ó­vart að við­ræðum hefði verið slitið

Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan.

Innlent

Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi

Tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra var á mánudag vísað frá Íslandi ásamt foreldrum sínum og þau send til Króatíu. Amma þeirra, frændi og frænka hafa haft alþjóðlega vernd hér á landi í nokkur ár en lögfræðingur fjölskyldunnar segir Útlendingastofnun hafa neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um mögulega fjölskyldusameiningu.

Innlent

Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið

Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð.

Innlent

Frelsisflotinn um­kringdur og far­þegar fluttir til Ísraels

Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með.

Erlent

At­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda meiri en Ís­lendinga en fjár­hags­staða verri

Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ.

Innlent

Hafði hvorki þekkingu né um­boð til að tjá sig um fjár­málin

Ríflega áttatíu starfsmenn Play Europe á Möltu bíða eftir að starfsemin þar hefjist að nýju. Kröfuhafar eru í kappi við tímann við að endurnýja samninga við flugvélaleigusala um rekstur allt að sex véla fyrir félagið. Fyrrum starfsmaður félagsins á Möltu segist hafa gengið of langt þegar hann lýsti yfir að búið væri að tryggja fjármögnun félagsins þar. 

Innlent

Jane Goodall látin

Jane Goodall, Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, er látin 91 árs að aldri. 

Erlent

Fram­sóknar­flokkurinn mælist aftur inni

Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni á þingi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn bætir einnig við sig og Samfylkingin trónir enn sem áður á toppnum þó fylgið hafi örlítið dregist saman á milli kannana.

Innlent

Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum

Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið.

Erlent

Við­reisn býður fram undir eigin merkjum í Ár­borg

Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref.

Innlent

Brýnt að koma raf­magni aftur á kjarn­orku­verið

Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum.

Erlent

Val á þingflokksformanni bíður betri tíma

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“.

Innlent