Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2022 07:26 Á vef Landlæknis segir að áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sé sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar sé fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. Vísir/Vilhelm Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. Frá þessu segir á vef Embættis landlæknisni, en um er að ræða andlát þar sem Covid-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi samkvæmt dánarvottorði. Þar er útskýrt að dánarvottorð berist að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og séu því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. „Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð. Skýringin á því að ekki voru öll dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarnalæknis á þessu ári er sú að ekki var óskað eftir því fyrr í lok febrúar 2022 að allar heilbrigðisstofnanir sendu slíkar tilkynningar. Hjúkrunarheimili voru því ekki að senda tilkynningar beint til sóttvarnalæknis í byrjun árs og hafa ekki öll haft tök á að senda þær. Hjúkrunarheimilin og sóttvarnalæknir hafa verið meðvituð um þetta misræmi og að endanlegur fjöldi COVID-19 tengdra dauðsfalla lægi ekki fyrir fyrr en eftir yfirferð dánarvottorða,“ segir á vef Landlæknis, en stofnanir eru þar áfram beðnar um að tilkynna dauðsföll vegna Covid-19 beint til sóttvarnalæknis. Í apríl voru átján andlát tilkynnt og eitt það sem af er maímánuði. Umframdauðsföll Ennfremur segir að líkt á áður hafi komið fram þá sé áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar er fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. „Þegar umframdauðsföll eru skoðuð með þessum hætti á Íslandi sést marktæk aukning í mars árið 2022 hjá einstaklingum eldri en 70 ára en ekki sést aukning fyrir heildarfjölda andláta. Hins vegar sást marktæk fækkun andláta hjá eldri en 70 ára árin 2020 og 2021 (sjá frétt á vef embættisins 28. apríl sl.). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýlega þeirra úttekt á umframdauðsföllum í heiminum á tímum COVID-19 fyrir árin 2020 og 2021 og skv. þeirra mati voru dauðsföll stórlega vantalin en misjafnlega mikið eftir löndum/svæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Frá þessu segir á vef Embættis landlæknisni, en um er að ræða andlát þar sem Covid-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi samkvæmt dánarvottorði. Þar er útskýrt að dánarvottorð berist að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og séu því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. „Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð. Skýringin á því að ekki voru öll dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarnalæknis á þessu ári er sú að ekki var óskað eftir því fyrr í lok febrúar 2022 að allar heilbrigðisstofnanir sendu slíkar tilkynningar. Hjúkrunarheimili voru því ekki að senda tilkynningar beint til sóttvarnalæknis í byrjun árs og hafa ekki öll haft tök á að senda þær. Hjúkrunarheimilin og sóttvarnalæknir hafa verið meðvituð um þetta misræmi og að endanlegur fjöldi COVID-19 tengdra dauðsfalla lægi ekki fyrir fyrr en eftir yfirferð dánarvottorða,“ segir á vef Landlæknis, en stofnanir eru þar áfram beðnar um að tilkynna dauðsföll vegna Covid-19 beint til sóttvarnalæknis. Í apríl voru átján andlát tilkynnt og eitt það sem af er maímánuði. Umframdauðsföll Ennfremur segir að líkt á áður hafi komið fram þá sé áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar er fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. „Þegar umframdauðsföll eru skoðuð með þessum hætti á Íslandi sést marktæk aukning í mars árið 2022 hjá einstaklingum eldri en 70 ára en ekki sést aukning fyrir heildarfjölda andláta. Hins vegar sást marktæk fækkun andláta hjá eldri en 70 ára árin 2020 og 2021 (sjá frétt á vef embættisins 28. apríl sl.). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýlega þeirra úttekt á umframdauðsföllum í heiminum á tímum COVID-19 fyrir árin 2020 og 2021 og skv. þeirra mati voru dauðsföll stórlega vantalin en misjafnlega mikið eftir löndum/svæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira