Fossar og furðuverk sameinast í sendiráðinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. maí 2022 15:31 Jón Sæmundur og Þurý Björk á opnuninni. Aðsend Listamaðurinn Jón Sæmundur stendur fyrir málverkasýningunni Fossar og Furðuverur í íslenska sendiráðinu í Bretlandi um þessar mundir. Á sýningunni blandar Jón saman seríum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið en viðfangsefnið er fossar og önnur furðuverk, sem hafa lengi verið Jóni hugleikin. Blaðamaður heyrði í Jóni og fékk nánari innsýn í innblástur hans. Tenging við barnæskuna View this post on Instagram A post shared by Jón Sæmundur (@jonsaemundur) Jón segir hugmyndina að sýningunni hafi kviknað síðastliðin jól. „Ég var búinn að taka eftir sýningu í sendiráðinu hjá Hendrikku Waage síðastliðinn nóvember, fór að forvitnast og í kjölfarið bauð Þurý mér að setja upp sýningu.“ Líf og fjör á opnuninni.Aðsend Fyrir Jóni Sæmundi er listsköpun andleg iðkun, leikur og tenging við náttúruna og heiminn í kring. Frá barnæsku hafa fossarnir náð til Jóns, en að ungum aldri eyddi hann mörgum sumrum á Kleifárvöllum í Miklaholtshreppi með fjölskyldu sinni. Í fjallinu fyrir ofan bæinn runnu þrír fossar úr einum hamri og lýsir Jón þessu sem einkaleikvelli sínum sem barn. Jón Sæmundur ásamt Sturlu Sigurjónssyni sendiherra í Bretlandi og eiginkonu hans, Elínu Jónsdóttur.Aðsend Fossar í ólíkum formum Undanfarna áratugi hefur hann reglulega málað Gullfoss í mismunandi útgáfum sem og aðra íslenska fossa en hann hefur einnig safnað gömlum svarthvítum póstkortum af íslenskum fossum og landslagi. Nýverið hóf hann að útfæra þau í málverk og silkiþrykk á bæði við og striga. Ásamt því hefur hann ferðast um Ísland og tekið upp myndbönd og hljóð af fossum og má segja að fossarnir heilli hann upp úr skónum. Jón Sæmundur og Tayba Mason, PR fulltrúi Jóns úti.Aðsend „Ég varpaði fossi á gömlu Morgunblaðshöllina árið 2002 með hljóði og kom hann virkilega vel út. Ég vildi endurtaka leikinn núna með því að varpa nýju verki af Gullfossi utan á Dönsku sendiráðsbygginguna í London. Þetta er svört bygging hönnuð af Arne Jacobsen og hentar vel til verksins. Danirnir tóku vel í þetta en leyfið frá eiganda garðins fyrir framan fékkst ekki í tæka tíð, en gæti komið síðar,“ segir Jón að lokum. Skissa af vörpunarverki Jóns Sæmundar.Aðsend Jón Sæmundur og Sturla Sigurjónsson.Aðsend Tónlistarmennirnir Steve Mason frá Beta band og Richard Fearless frá Death in Vegas voru meðal gesta og drukku í sig innblástur frá íslensku fossunum.Aðsend Sýningin opnaði 6. maí síðastliðinn og stendur til 24. Júní. Hægt er að hafa samband við sendiráðið og panta heimsóknartíma. Myndlist Menning Íslendingar erlendis Bretland Tengdar fréttir „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Tenging við barnæskuna View this post on Instagram A post shared by Jón Sæmundur (@jonsaemundur) Jón segir hugmyndina að sýningunni hafi kviknað síðastliðin jól. „Ég var búinn að taka eftir sýningu í sendiráðinu hjá Hendrikku Waage síðastliðinn nóvember, fór að forvitnast og í kjölfarið bauð Þurý mér að setja upp sýningu.“ Líf og fjör á opnuninni.Aðsend Fyrir Jóni Sæmundi er listsköpun andleg iðkun, leikur og tenging við náttúruna og heiminn í kring. Frá barnæsku hafa fossarnir náð til Jóns, en að ungum aldri eyddi hann mörgum sumrum á Kleifárvöllum í Miklaholtshreppi með fjölskyldu sinni. Í fjallinu fyrir ofan bæinn runnu þrír fossar úr einum hamri og lýsir Jón þessu sem einkaleikvelli sínum sem barn. Jón Sæmundur ásamt Sturlu Sigurjónssyni sendiherra í Bretlandi og eiginkonu hans, Elínu Jónsdóttur.Aðsend Fossar í ólíkum formum Undanfarna áratugi hefur hann reglulega málað Gullfoss í mismunandi útgáfum sem og aðra íslenska fossa en hann hefur einnig safnað gömlum svarthvítum póstkortum af íslenskum fossum og landslagi. Nýverið hóf hann að útfæra þau í málverk og silkiþrykk á bæði við og striga. Ásamt því hefur hann ferðast um Ísland og tekið upp myndbönd og hljóð af fossum og má segja að fossarnir heilli hann upp úr skónum. Jón Sæmundur og Tayba Mason, PR fulltrúi Jóns úti.Aðsend „Ég varpaði fossi á gömlu Morgunblaðshöllina árið 2002 með hljóði og kom hann virkilega vel út. Ég vildi endurtaka leikinn núna með því að varpa nýju verki af Gullfossi utan á Dönsku sendiráðsbygginguna í London. Þetta er svört bygging hönnuð af Arne Jacobsen og hentar vel til verksins. Danirnir tóku vel í þetta en leyfið frá eiganda garðins fyrir framan fékkst ekki í tæka tíð, en gæti komið síðar,“ segir Jón að lokum. Skissa af vörpunarverki Jóns Sæmundar.Aðsend Jón Sæmundur og Sturla Sigurjónsson.Aðsend Tónlistarmennirnir Steve Mason frá Beta band og Richard Fearless frá Death in Vegas voru meðal gesta og drukku í sig innblástur frá íslensku fossunum.Aðsend Sýningin opnaði 6. maí síðastliðinn og stendur til 24. Júní. Hægt er að hafa samband við sendiráðið og panta heimsóknartíma.
Myndlist Menning Íslendingar erlendis Bretland Tengdar fréttir „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30