Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 21:10 Meirihlutaviðræðum L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á Akureyri var slitið í kvöld. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent