Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 12:42 Finnur Ricart segir markmið stjórnvalda í loftslagsmálum stórlega ýkt af þeim sjálfum. aðsend Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira