Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 11:52 Framboð á íbúðarhúsnæði er enn langt í frá því að anna eftirspurninni. Vísir/Vilhelm Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30
AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40