Engin kósýteppi í boði í Hússtjórnarskólanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 23:00 Hér í Hússtjórnarskólanum verður nóg um værðarvoðir næstu misseri. vísir/sigurjón Skólameistari Hússtjórnarskólans til 24 ára útskrifaði í dag nemendur sína í síðasta skipti. Við kíktum í skólann með reynsluboltanum og eftirmanni hennar, sem lofar að halda í hefðir lærimóður sinnar. Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum. Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum.
Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira