Hönnun og nýsköpun – alltumlykjandi allt árið Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:01 HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað, og sem aðferðafræði er hönnun eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að tengja saman sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Fyrir mannlíf og umhverfi Leiðarstef í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kynnt voru á HönnunarMars í ár voru meðal annars skýr áhersla á aukin lífsgæði, betri nýtingu auðlinda og umhverfissjónarmið. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburðanna staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Fyrir tilstilli HönnunarMars eru skapaðar einstakar aðstæður til þess að sýna og kynna nýjar aðferðir, og eiga frjótt samtal um framtíðina. Þar hefur starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og ótal samstarfsaðilar þeirra, unnið þrekvirki við að þróa og móta spennandi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hefur sannarlega átt stóran hlut í því að koma íslenskri hönnun rækilega á kortið. Frá HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Áhrif Hönnunarsjóðs Um þessar mundir fögnum við líka 10 ára afmæli Hönnunarsjóðs sem var komið á laggirnar til þess að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á þessum sviðum. Þegar litið er til baka og horft til áhrifa sjóðsins í okkar kvika samfélagi þá getum við verið stolt og bjartsýn. Fyrir tilstilli framlaga sjóðsins hefur mörgum spennandi nýskapandi verkefnum verið hrint í framkvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snúast af krafti. Stuðningur úr Hönnunarsjóði er mikilvæg lyftistöng og viðurkenning, og oft fyrsta skref að einhverju stærra. Nú höfum við ákveðið að hækka framlög til sjóðsins, frá og með næsta ári. Með því mun slagkraftur sjóðsins aukast og vonir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir á HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Vor í lofti Það er sannarlega vor í lofti fyrir ört vaxandi hönnunarsamfélag hér á landi. Fagstéttir tengdar hönnunar og arkitektúr stækka og fyrirtækjum fjölgar ört. Áhugi á menntun og starfsþróun eykst og til verða spennandi og eftirsóknarverð störf. Ég tel gríðarleg sóknarfæri til verðmæta- og atvinnusköpunar í hönnunargeiranum, þar er mannauður og hugvit sem við getum virkjað til hagsbóta fyrir samfélagið allt, ekki síst með aukinni hönnunardrifinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og arkitektar mennta sig til að vinna í síbreytilegu samfélagi. Nám þeirra hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (e. design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir okkar tíma. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi á síðustu 10 árum og a.m.k. 500 aðrir munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun. Hönnun í öndvegi Við setjum málefni hönnunar í öndvegi á þessu kjörtímabili og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að mótun nýrrar hönnunarstefnu, í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við hyggjumst móta stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Stefnu sem ætlað er að virkja mannauð í hönnunargreinum til þess að leysa brýn verkefni samtímans og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun. Við höfum allt að vinna að efla íslenska hönnun og arkitektúr, sem fag- og atvinnugrein, útflutningsgrein og mikilvæga aðferðafræði – allt eru þetta leiðir að lífgæðum fyrir samfélagið. Höfundur er ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað, og sem aðferðafræði er hönnun eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að tengja saman sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Fyrir mannlíf og umhverfi Leiðarstef í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kynnt voru á HönnunarMars í ár voru meðal annars skýr áhersla á aukin lífsgæði, betri nýtingu auðlinda og umhverfissjónarmið. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburðanna staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Fyrir tilstilli HönnunarMars eru skapaðar einstakar aðstæður til þess að sýna og kynna nýjar aðferðir, og eiga frjótt samtal um framtíðina. Þar hefur starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og ótal samstarfsaðilar þeirra, unnið þrekvirki við að þróa og móta spennandi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hefur sannarlega átt stóran hlut í því að koma íslenskri hönnun rækilega á kortið. Frá HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Áhrif Hönnunarsjóðs Um þessar mundir fögnum við líka 10 ára afmæli Hönnunarsjóðs sem var komið á laggirnar til þess að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á þessum sviðum. Þegar litið er til baka og horft til áhrifa sjóðsins í okkar kvika samfélagi þá getum við verið stolt og bjartsýn. Fyrir tilstilli framlaga sjóðsins hefur mörgum spennandi nýskapandi verkefnum verið hrint í framkvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snúast af krafti. Stuðningur úr Hönnunarsjóði er mikilvæg lyftistöng og viðurkenning, og oft fyrsta skref að einhverju stærra. Nú höfum við ákveðið að hækka framlög til sjóðsins, frá og með næsta ári. Með því mun slagkraftur sjóðsins aukast og vonir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir á HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Vor í lofti Það er sannarlega vor í lofti fyrir ört vaxandi hönnunarsamfélag hér á landi. Fagstéttir tengdar hönnunar og arkitektúr stækka og fyrirtækjum fjölgar ört. Áhugi á menntun og starfsþróun eykst og til verða spennandi og eftirsóknarverð störf. Ég tel gríðarleg sóknarfæri til verðmæta- og atvinnusköpunar í hönnunargeiranum, þar er mannauður og hugvit sem við getum virkjað til hagsbóta fyrir samfélagið allt, ekki síst með aukinni hönnunardrifinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og arkitektar mennta sig til að vinna í síbreytilegu samfélagi. Nám þeirra hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (e. design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir okkar tíma. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi á síðustu 10 árum og a.m.k. 500 aðrir munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun. Hönnun í öndvegi Við setjum málefni hönnunar í öndvegi á þessu kjörtímabili og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að mótun nýrrar hönnunarstefnu, í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við hyggjumst móta stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Stefnu sem ætlað er að virkja mannauð í hönnunargreinum til þess að leysa brýn verkefni samtímans og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun. Við höfum allt að vinna að efla íslenska hönnun og arkitektúr, sem fag- og atvinnugrein, útflutningsgrein og mikilvæga aðferðafræði – allt eru þetta leiðir að lífgæðum fyrir samfélagið. Höfundur er ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar