Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 13:57 Hressileg fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala var tekin í dag. Nýr Landspítali/Eva Björk Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk
Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira