Frá þessu greindi söngvarinn sjálfur á Instagram í kvöld. Fyrir áttu þau hjónin eina dóttur, hina tæplega tveggja ára gömlu Lyru Antarcticu Seaborn Sheeran.
„Vildi láta ykkur öll vita að við eignuðumst aðra fallega, litla stelpu. Við elskum hana svo mikið og erum í sjöunda himni með að vera orðin fjögurra manna fjölskylda,“ skrifar Íslandsvinurinn heimsfrægi. Hann spilaði á tvennum tónleikum hér á landi í ágúst 2019.
Sheeran og Seaborn hafa verið saman frá árinu 2015 en þau gengu í það heilaga árið 2019.