Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Kate Longhurst í leik West Ham á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili. Getty/Bradley Collyer Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira