Matvælastofnun brýnir fyrir ræktendum að fylgjast með kartöflugörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. maí 2022 10:40 Svartir blettir á blöðum eru meðal einkenna kartöflumyglu. Wikimedia Commons/Howard F. Schwartz Matvælastofnun segir nokkra hættu á kartöflumyglusmiti í sumar, útfrá sýktu útsæði frá því í fyrra en þá kom sjúkdómurinn upp á Suðurlandi. Stofnunin segir brýnt að áhugaræktendur og almenningur fylgist vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Á vef MAST segir að kartöflumygla af völdum sveppsins Phytophtora infestans sé vel þekktur sjúkdómur á heimsvísu en Ísland hafi að mestu verið laust við faraldra síðustu áratugi. Í fyrra kom sjúkdómurinn hins vegar upp á Suðurlandi, þar sem mest bar á myglunni í Þykkvabæ og á nærliggjandi svæðum. „Rannsóknir á sýnum úr smituðum görðum af þessu svæði benda til þess að smit hafi borist til landsins með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku, þar sem um var að ræða sama stofn (EU41 A2) er hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í norðanverðri Evrópu,“ segir á vef MAST. Erfitt að meta hvort útsæði beri með sér smit Í sumar sé því hætta á smiti frá sýktu útsæði frá því í fyrra en einnig geti ný gró dreift sér með vindum ef mygla kemur upp. Kartöflubændur, í samvinnu við ráðgjafa í garðyrkju, muni vinna að því að lágmarka áhættu á dreifingu og uppkomu smita með auknu eftirlit og notkun varnarefna. Veðurfar muni ráða miklu um það hvort sjúkdómurinn nær sér á strik en hættan á útbreiðslu aukist með hlýju og röku veðri. „Brýnt er fyrir áhugaræktendum og almenningi að fylgjast vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Samkvæmt ráðleggingum er best að setja ekki niður smitað útsæði í heimilisgarða, en erfitt getur þó verið að meta hvort útsæði beri með sér smit. Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim,“ segir Matvælastofnun. Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Á vef MAST segir að kartöflumygla af völdum sveppsins Phytophtora infestans sé vel þekktur sjúkdómur á heimsvísu en Ísland hafi að mestu verið laust við faraldra síðustu áratugi. Í fyrra kom sjúkdómurinn hins vegar upp á Suðurlandi, þar sem mest bar á myglunni í Þykkvabæ og á nærliggjandi svæðum. „Rannsóknir á sýnum úr smituðum görðum af þessu svæði benda til þess að smit hafi borist til landsins með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku, þar sem um var að ræða sama stofn (EU41 A2) er hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í norðanverðri Evrópu,“ segir á vef MAST. Erfitt að meta hvort útsæði beri með sér smit Í sumar sé því hætta á smiti frá sýktu útsæði frá því í fyrra en einnig geti ný gró dreift sér með vindum ef mygla kemur upp. Kartöflubændur, í samvinnu við ráðgjafa í garðyrkju, muni vinna að því að lágmarka áhættu á dreifingu og uppkomu smita með auknu eftirlit og notkun varnarefna. Veðurfar muni ráða miklu um það hvort sjúkdómurinn nær sér á strik en hættan á útbreiðslu aukist með hlýju og röku veðri. „Brýnt er fyrir áhugaræktendum og almenningi að fylgjast vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Samkvæmt ráðleggingum er best að setja ekki niður smitað útsæði í heimilisgarða, en erfitt getur þó verið að meta hvort útsæði beri með sér smit. Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim,“ segir Matvælastofnun. Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum.
Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira